Black Ghost sterk í Urriðan Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2011 00:00 Þeir sem hafa verið duglegir í Urriðanum á Þingvöllum hafa mikið verið að nota Black Ghost og þá oft nýjar útfærslur af flugunni. En þessi fluga hefur í gegnum tíðina verið mikið notuð t.d. í Laxá í Mývatnssveit, Veiðivötnum, Grenlæk og víðar með góðum árangri. Fyrir 5 árum síðan fóru nokkrir veiðimenn að nota þessa flugu hnýtta á tommu eirtúbu í Rangánum og veiddu mikið á hana seinni part sumars. Fram að því höfðu líklega flestir eingöngu hnýtt hana undir þegar kastað var fyrir silung en hún sýndi það og sannaði þá að hún veiðir líka vel í laxi. Bestu skilyrðin þóttu vera þegar farið var að rökkva og flugan veidd alveg löturhægt. Síðan mátti sjá þessa flugu notaða víða en einkum þó í hafbeitaránum. Það kemur alltaf fram einhver fluga á hverju ári sem verður flokkuð sem hálfgerð undrafluga og það verður gaman að sjá þegar laxveiðin fer í gang hvort það verði einhver gömul og góð sem fær endurnýjun lífdaga eða hvort það komi fram eitthvað leynivopn sem spyrt út milli veiðimanna í sumar. Stangveiði Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði
Þeir sem hafa verið duglegir í Urriðanum á Þingvöllum hafa mikið verið að nota Black Ghost og þá oft nýjar útfærslur af flugunni. En þessi fluga hefur í gegnum tíðina verið mikið notuð t.d. í Laxá í Mývatnssveit, Veiðivötnum, Grenlæk og víðar með góðum árangri. Fyrir 5 árum síðan fóru nokkrir veiðimenn að nota þessa flugu hnýtta á tommu eirtúbu í Rangánum og veiddu mikið á hana seinni part sumars. Fram að því höfðu líklega flestir eingöngu hnýtt hana undir þegar kastað var fyrir silung en hún sýndi það og sannaði þá að hún veiðir líka vel í laxi. Bestu skilyrðin þóttu vera þegar farið var að rökkva og flugan veidd alveg löturhægt. Síðan mátti sjá þessa flugu notaða víða en einkum þó í hafbeitaránum. Það kemur alltaf fram einhver fluga á hverju ári sem verður flokkuð sem hálfgerð undrafluga og það verður gaman að sjá þegar laxveiðin fer í gang hvort það verði einhver gömul og góð sem fær endurnýjun lífdaga eða hvort það komi fram eitthvað leynivopn sem spyrt út milli veiðimanna í sumar.
Stangveiði Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði