Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira