Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu. Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu.
Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira