Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2011 11:30 Kylfingar votta hér Ballesteros virðingu sína. Mynd. / Getty Images Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira