Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi 10. maí 2011 22:01 Michael Schumacher og Mercedes hafa ekki náð á verðlaunapall saman síðan Schumacher byrjaði að keyra með liðinu í fyrra. Mynd: Getty Images Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. ,,Ég skil afhverju fólk býst við toppárangri af Michael og Mercedes og það er samsvarandi vilji hjá okkur. Ef við skoðum tíma Michaels á æfingum og í keppninni, þá er hann að halda uppi góðum hraða", sagði Haug í frétt á autosport.com í dag. Schumacher lenti í árekstri við annan ökumanna í öðrum hring mótsins, en Haug telur að hann hefði getað náð sjötta eða sjöunda sæti, en hann varð tólfti. Schumacher átti góðan sprett á lokaæfingu fyrir tímatökuna á laugardag og varð aðeins 0.001 sekúndu á eftir Sebastian Vettel, en náði ekki að endurtaka leikinn í tímatökunni. Haug segir það ekki óskhyggju að Schumacher hafi hraðann sem til þarf, það sé staðreynd. Schumacher var ekki ánægður með útkomuna um helgina. ,,Ég skil að Michael skemmti sér ekki á sunnudaginn. Það er erfitt að keppa af krafti og ná tólfta sæti. Ég er sannfærður um að það verður gaman í Barcelona (næsta mót er á Spáni). Við höfum trú á liðinu og ökumönnum þess og við vinnum af festu að markmiðum okkar. Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. ,,Ég skil afhverju fólk býst við toppárangri af Michael og Mercedes og það er samsvarandi vilji hjá okkur. Ef við skoðum tíma Michaels á æfingum og í keppninni, þá er hann að halda uppi góðum hraða", sagði Haug í frétt á autosport.com í dag. Schumacher lenti í árekstri við annan ökumanna í öðrum hring mótsins, en Haug telur að hann hefði getað náð sjötta eða sjöunda sæti, en hann varð tólfti. Schumacher átti góðan sprett á lokaæfingu fyrir tímatökuna á laugardag og varð aðeins 0.001 sekúndu á eftir Sebastian Vettel, en náði ekki að endurtaka leikinn í tímatökunni. Haug segir það ekki óskhyggju að Schumacher hafi hraðann sem til þarf, það sé staðreynd. Schumacher var ekki ánægður með útkomuna um helgina. ,,Ég skil að Michael skemmti sér ekki á sunnudaginn. Það er erfitt að keppa af krafti og ná tólfta sæti. Ég er sannfærður um að það verður gaman í Barcelona (næsta mót er á Spáni). Við höfum trú á liðinu og ökumönnum þess og við vinnum af festu að markmiðum okkar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira