Keppinautar gangrýna akstursmáta Hamilton í keppninni í Mónakó 29. maí 2011 21:16 Lewis Hamilton og Michael Schumacher í hörðum slag í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. „Hann reyndi að fara framúr með því að keyra yfir kantanna og það er ekki hægt þarna. Hann var of aðgangsharður að mínu mati", sagði Massa. „Svo þegar ég ók í undirgöngunum á eftir, þá var bíllinn skemmdur og ég lenti á skítuga kaflanum og skall á vegg. Það sem hann gerði í dag var ótrúlegt, ekki bara gagnvart mér heldur öðrum", sagði Massa í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort refsa þyrfti Hamilton frekar, sagði Massa: „Já. Það tel ég. Á góðan hátt. Annars lærir hann ekki", svaraði Massa. Hamilton fékk akstursvíti í keppninni og þurfti að keyra aukalega gegnum þjónustusvæðið vegna þess. Hamilton lauk keppni í sjötta sæti, en fékk 20 sekúndna refsingu eftir keppni, en það breytti ekki lokaúrslitunum. Hann fékk refsinguna fyrir að keyra á Pastor Maldonado undir lok mótins. Maldonado var ekki hrifinn af því, enda féll hann úr leik. „Hann reyndi það sama gegn mér og gegn Felipe. Hann var of bjartsýnn. Þetta er mjög mjó braut og þú verður að fara gætilega við framúrakstur. Ég fór framúr mörgum og lenti aldrei í vanda. Hann var kannski að berjast meira af því hann er í titilslagnum", sagði Maldonado. Hamilton var mjög grimmur í mótinu og fór snilldarlega framúr Michael Schumacher fljótlega í mótinu og ók af miklum ákafa. Hann var kallaður á fund dómara og fór síðan sjálfviljur til þeirra eftir að hafa gangrýnt dómaranna í viðtali við BBC. Dómararnir tóku skýringar hans á ummælum góðar og gildar. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. „Hann reyndi að fara framúr með því að keyra yfir kantanna og það er ekki hægt þarna. Hann var of aðgangsharður að mínu mati", sagði Massa. „Svo þegar ég ók í undirgöngunum á eftir, þá var bíllinn skemmdur og ég lenti á skítuga kaflanum og skall á vegg. Það sem hann gerði í dag var ótrúlegt, ekki bara gagnvart mér heldur öðrum", sagði Massa í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort refsa þyrfti Hamilton frekar, sagði Massa: „Já. Það tel ég. Á góðan hátt. Annars lærir hann ekki", svaraði Massa. Hamilton fékk akstursvíti í keppninni og þurfti að keyra aukalega gegnum þjónustusvæðið vegna þess. Hamilton lauk keppni í sjötta sæti, en fékk 20 sekúndna refsingu eftir keppni, en það breytti ekki lokaúrslitunum. Hann fékk refsinguna fyrir að keyra á Pastor Maldonado undir lok mótins. Maldonado var ekki hrifinn af því, enda féll hann úr leik. „Hann reyndi það sama gegn mér og gegn Felipe. Hann var of bjartsýnn. Þetta er mjög mjó braut og þú verður að fara gætilega við framúrakstur. Ég fór framúr mörgum og lenti aldrei í vanda. Hann var kannski að berjast meira af því hann er í titilslagnum", sagði Maldonado. Hamilton var mjög grimmur í mótinu og fór snilldarlega framúr Michael Schumacher fljótlega í mótinu og ók af miklum ákafa. Hann var kallaður á fund dómara og fór síðan sjálfviljur til þeirra eftir að hafa gangrýnt dómaranna í viðtali við BBC. Dómararnir tóku skýringar hans á ummælum góðar og gildar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira