Sport

Helga Margrét og Ásdís keppa á Laugardalsvellinum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Tvær fremstu frjálsíþróttakonur landsins, Ármenningarnir Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir, verða báðar í eldlínunni í kvöld þegar JJ-mót Ármanns fer fram á Laugardalsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær stöllur keppa á Íslandi á þessu ári.

Mótið hefst klukkan 18.00 og eru skráðir 57 keppendur úr 10 félögum. JJ-mót Ármanns hefur verið haldið um árabil. Mótið er minningarmót um Jóhann Jóhannesson sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi.

Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti en Helga Margrét er skráð til keppni í hástökki, 100 metra grindahlaupi og kúluvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×