Tilkynning frá Veiðimálastofnun Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2011 09:22 Fréttir berast af því að veiðiárnar í Skaftárhreppi séu litaðar af öskuframburði. Í eldfjallaösku geta verið eiturefni eins og flúor og álsambönd. Þegar úrkoma verður skolast þessi efni auðveldlega út og í nærliggjandi vötn. Púls eiturefna getur því borist í vötn og valdið þar dauða lífvera. Það sem ræður skaðsemi þessa er magn öskufalls og magn eiturefna í öskunni. Á þessari stundu liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar um efnainnihald öskunnar, en fyrstu mælingar sýna að lítið er af flúor í öskunni, sem betur fer. Það eru tilmæli Veiðimálastofnunar að þeir aðilar hafi samband sem verða varir við dauðan fisk, jafnt seiði sem stærri fisk, í vötnum eða ám þar sem öskufalls gætir. Veiðimálastofnun mun fylgjast með framvindu mála og reyna eftir föngum að vera fólki til ráðgjafar og skoða vötn þar sem fiskdauða verður vart. Tengiliðir Veiðimálastofnunar eru Magnús Jóhannsson sími 5806320 netfang; magnus.johannsson@veidimal.is Benóný Jónsson sími 5806321/8687657 netfang; binni@veidimal.is Stangveiði Mest lesið 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Veiðiferð með Veiðivísi í Ytri Rangá Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði
Fréttir berast af því að veiðiárnar í Skaftárhreppi séu litaðar af öskuframburði. Í eldfjallaösku geta verið eiturefni eins og flúor og álsambönd. Þegar úrkoma verður skolast þessi efni auðveldlega út og í nærliggjandi vötn. Púls eiturefna getur því borist í vötn og valdið þar dauða lífvera. Það sem ræður skaðsemi þessa er magn öskufalls og magn eiturefna í öskunni. Á þessari stundu liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar um efnainnihald öskunnar, en fyrstu mælingar sýna að lítið er af flúor í öskunni, sem betur fer. Það eru tilmæli Veiðimálastofnunar að þeir aðilar hafi samband sem verða varir við dauðan fisk, jafnt seiði sem stærri fisk, í vötnum eða ám þar sem öskufalls gætir. Veiðimálastofnun mun fylgjast með framvindu mála og reyna eftir föngum að vera fólki til ráðgjafar og skoða vötn þar sem fiskdauða verður vart. Tengiliðir Veiðimálastofnunar eru Magnús Jóhannsson sími 5806320 netfang; magnus.johannsson@veidimal.is Benóný Jónsson sími 5806321/8687657 netfang; binni@veidimal.is
Stangveiði Mest lesið 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Veiðiferð með Veiðivísi í Ytri Rangá Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði