Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2011 20:20 Málið verður endurflutt í Hæstarétti í byrjun júní. Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. Um er að ræða mál sem bankinn höfðaði gegn þrotabúinu vegna gengistryggðra lána. Deilan snýst um 150 milljóna króna lán í fimm myntum sem gamli Landsbankinn veitti Motormax árið 2007. Motormax var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2009. Í júlí það sama ár gerði Landsbankinn kröfu í búið að fjárhæð tæplega 276 milljónir krónur. Skiptastjóri þrotabús Motormax tilkynnti Landsbankanum það í október í fyrra að hann samþykkti ekki kröfuna eins og henni var lýst heldur samþykkti hann hana með tilliti til nýgenginna dóma Hæstaréttar Íslands í gengistryggingamálunum. Skiptastjóri viðurkenndi því kröfu að upphæð tæplega 168 milljónir krónur en ekki að fjárhæð tæplega 276 milljónir króna. Landsbankinn mótmælti afstöðu skiptastjóra. Ekki tókst að leysa ágreininginn og því stefndi Landsbankinn þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar síðastliðnum tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir málflutning skiptastjórans og hafnaði kröfu Landsbankans. Bankinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.Gríðarlegir hagsmunir og mikið fordæmisgildi Í Hæstarétti eru mál ýmist flutt frammi fyrir þremur, fimm eða sjö dómurum. Afar sjaldgæft er að þau séu flutt fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti eru ástæðurnar fyrir því að ákveðið var að endurflytja málið fyrir sjö dómurum þeir hagsmunir sem um er deilt og fordæmisgildi málsins. Vísir veit ekki til þess að það hafi komi fyrir áður að mál hafi verið endurflutt í Hæstarétti fyrir sjö dómurum eftir að hafa verið flutt fyrir fimm dómurum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar kemur það hins vegar fyrir af og til að mál sem hafi verið flutt fyrir þremur dómurum sé endurflutt fyrir fimm dómurum af þessum ástæðum. Fimm dómarar kváðu upp gengisdóm í Hæstarétti þann 16. júní í fyrra. Það er einn umtalaðasti Hæstaréttardómur síðari ára. Í því máli voru gengistryggð bílalán dæmd ólögleg. Um haustið sama ár kvað Hæstiréttur svo upp dóm þar sem ákveðið var hvernig vextir af lánunum skildu reiknaðir út. Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. Um er að ræða mál sem bankinn höfðaði gegn þrotabúinu vegna gengistryggðra lána. Deilan snýst um 150 milljóna króna lán í fimm myntum sem gamli Landsbankinn veitti Motormax árið 2007. Motormax var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2009. Í júlí það sama ár gerði Landsbankinn kröfu í búið að fjárhæð tæplega 276 milljónir krónur. Skiptastjóri þrotabús Motormax tilkynnti Landsbankanum það í október í fyrra að hann samþykkti ekki kröfuna eins og henni var lýst heldur samþykkti hann hana með tilliti til nýgenginna dóma Hæstaréttar Íslands í gengistryggingamálunum. Skiptastjóri viðurkenndi því kröfu að upphæð tæplega 168 milljónir krónur en ekki að fjárhæð tæplega 276 milljónir króna. Landsbankinn mótmælti afstöðu skiptastjóra. Ekki tókst að leysa ágreininginn og því stefndi Landsbankinn þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar síðastliðnum tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir málflutning skiptastjórans og hafnaði kröfu Landsbankans. Bankinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.Gríðarlegir hagsmunir og mikið fordæmisgildi Í Hæstarétti eru mál ýmist flutt frammi fyrir þremur, fimm eða sjö dómurum. Afar sjaldgæft er að þau séu flutt fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti eru ástæðurnar fyrir því að ákveðið var að endurflytja málið fyrir sjö dómurum þeir hagsmunir sem um er deilt og fordæmisgildi málsins. Vísir veit ekki til þess að það hafi komi fyrir áður að mál hafi verið endurflutt í Hæstarétti fyrir sjö dómurum eftir að hafa verið flutt fyrir fimm dómurum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar kemur það hins vegar fyrir af og til að mál sem hafi verið flutt fyrir þremur dómurum sé endurflutt fyrir fimm dómurum af þessum ástæðum. Fimm dómarar kváðu upp gengisdóm í Hæstarétti þann 16. júní í fyrra. Það er einn umtalaðasti Hæstaréttardómur síðari ára. Í því máli voru gengistryggð bílalán dæmd ólögleg. Um haustið sama ár kvað Hæstiréttur svo upp dóm þar sem ákveðið var hvernig vextir af lánunum skildu reiknaðir út.
Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira