Veiðiferðirnar eru oft misjafnar Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2011 12:56 Fín kasttækni, vonlaus veiðistaður Veiðiklúbburinn Ásbjörn fór til veiða um daginn og sendi okkur eftirfarandi frétt, við tökum það fram að það hafa ekki borist neinar fréttir af aflabrögðum frá þeim félögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg: Sæll, Ég eiginlega varð að koma þessu áfram þar sem ég efast um að svona mynd hafi ratað inn á borð til þín áður. Þetta hófst með því að við félagarnir í veiðiklúbbnum Ásbjörn hófum okkar tímabil að þessu sinni í Tungufljótinu á silungasvæðinu. Við fengum þennan líka fína bústað rétt fyrir ofan Faxa og lentum þar á föstudeginum 20. Maí. Veðrið var nú ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, sól, rok og mjög kalt en við vonuðumst til að það myndi nú eitthvað lagast er nær drægi laugardeginum. Ekkert var úr þeirri ósk og það var sama upp teninginn þegar veiðin átti að hefjast en við lögðum í hann samviskusamlega um morguninn. Ekkert var að gerast í veiðinni og ekki sáum við bröndu þann tíma sem við vorum við bakkann, þannig að við ákvöðum að skella okkur á Geysi og fá okkur einn kaldann og slappa af í smástund meðal allra þessara grey túrista sem velktumst um svæðið, skítkalt og vonuðust örugglega um að komast sem fyrst aftur upp á hótelið sitt. En nú kemur að sögunni sem fylgir myndinni, það er þannig að undirritaður er að fara að gifta sig í sumar og strákarnir ákváðu að á þessari stundu væri fínt að hafa steggjun. Þeir létu mig hafa stöng í hönd og plöntuðu mér fyrir framan Strokk við miklar vinsældir margra kínverskra gesta með myndvél í hönd. En upp úr krafsinu fæddist þessi mynd og ég vona bara að þú njótir ! Bestu kveðjur Sigurður og félagar úr veiðiklúbbnum Ásbirni Stangveiði Mest lesið 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði
Veiðiklúbburinn Ásbjörn fór til veiða um daginn og sendi okkur eftirfarandi frétt, við tökum það fram að það hafa ekki borist neinar fréttir af aflabrögðum frá þeim félögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg: Sæll, Ég eiginlega varð að koma þessu áfram þar sem ég efast um að svona mynd hafi ratað inn á borð til þín áður. Þetta hófst með því að við félagarnir í veiðiklúbbnum Ásbjörn hófum okkar tímabil að þessu sinni í Tungufljótinu á silungasvæðinu. Við fengum þennan líka fína bústað rétt fyrir ofan Faxa og lentum þar á föstudeginum 20. Maí. Veðrið var nú ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, sól, rok og mjög kalt en við vonuðumst til að það myndi nú eitthvað lagast er nær drægi laugardeginum. Ekkert var úr þeirri ósk og það var sama upp teninginn þegar veiðin átti að hefjast en við lögðum í hann samviskusamlega um morguninn. Ekkert var að gerast í veiðinni og ekki sáum við bröndu þann tíma sem við vorum við bakkann, þannig að við ákvöðum að skella okkur á Geysi og fá okkur einn kaldann og slappa af í smástund meðal allra þessara grey túrista sem velktumst um svæðið, skítkalt og vonuðust örugglega um að komast sem fyrst aftur upp á hótelið sitt. En nú kemur að sögunni sem fylgir myndinni, það er þannig að undirritaður er að fara að gifta sig í sumar og strákarnir ákváðu að á þessari stundu væri fínt að hafa steggjun. Þeir létu mig hafa stöng í hönd og plöntuðu mér fyrir framan Strokk við miklar vinsældir margra kínverskra gesta með myndvél í hönd. En upp úr krafsinu fæddist þessi mynd og ég vona bara að þú njótir ! Bestu kveðjur Sigurður og félagar úr veiðiklúbbnum Ásbirni
Stangveiði Mest lesið 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði