Öskufall leikur veiðimenn grátt fyrir austan Frétt frá www.svfr.is skrifar 23. maí 2011 12:51 Það er grátt um að litast í Steinsmýrarvötnum Það leit vel út með veiði fyrir þá sem hófu veiðar í Steinsmýrarvötnum á hádegi laugardags. Aðstæður áttu hins vegar eftir að breytast eins og gefur að skilja! Jón Guðmundsson og félagar áttu hollið um helgina og meiningin var að ljúka veiðum á hádegi í dag. Það fór hins vegar á annan veg, og sluppu þeir í bæinn um miðjan dag í gær er hlé varð á mesta öskufallinu. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, þá var ástandið orðið vægast skelfilegt. Um klukkan sex í gærmorgun var orðið svartamyrkur. Sagði hann það hafa bjargað miklu að ekki var mikill vindur, en þó blés ösku inn í veiðihúsið í gegnum minnstu glufur. Næstu dagar eru óseldir í vötnunum þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af veiðimönnum í öskufokinu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði
Það leit vel út með veiði fyrir þá sem hófu veiðar í Steinsmýrarvötnum á hádegi laugardags. Aðstæður áttu hins vegar eftir að breytast eins og gefur að skilja! Jón Guðmundsson og félagar áttu hollið um helgina og meiningin var að ljúka veiðum á hádegi í dag. Það fór hins vegar á annan veg, og sluppu þeir í bæinn um miðjan dag í gær er hlé varð á mesta öskufallinu. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, þá var ástandið orðið vægast skelfilegt. Um klukkan sex í gærmorgun var orðið svartamyrkur. Sagði hann það hafa bjargað miklu að ekki var mikill vindur, en þó blés ösku inn í veiðihúsið í gegnum minnstu glufur. Næstu dagar eru óseldir í vötnunum þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af veiðimönnum í öskufokinu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði