Góðar minningar Glock frá Montreal 8. júní 2011 14:55 Timo Glock ekur með Virgin liðinu sem er að hluta í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio. Formúla Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira