Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu 8. júní 2011 12:15 Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Nordic Photos/Getty Images Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. „Ég er gríðarlega vonsvikinn að geta ekki keppt á opna bandaríska meistaramótinu. Ég ákvað að hlýða fyrirmælum lækna og horfa til framtíðar. Ég hafði gert mér vonir um að geta keppt, en það var áhætta sem fylgdi því,“ sagði Woods en hann er meiddur á hné og hásin. Woods ætlar sér að taka þátt á þeim stórmótum sem eftir eru á árinu, opna breska meistaramótinu sem fram fer í júlí og PGA meistaramótinu sem fram fer í ágúst. Woods hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu en alls hefur hann unnið 14 stórmót. Aðeins Jack Nicklaus er með fleiri titla á stórmótum – alls 18. Woods hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu á dögunum. Hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum og er í 13. sæti heimslistans. Hann hefur ekki sigrað á stórmóti frá því hann vann opna bandaríska meistaramótið á Torrey Pines en þar sleit hann krossband í hné og lauk keppni draghaltur og þjáður. Woods endaði í fjórða sæti á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta stórmót ársins. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. „Ég er gríðarlega vonsvikinn að geta ekki keppt á opna bandaríska meistaramótinu. Ég ákvað að hlýða fyrirmælum lækna og horfa til framtíðar. Ég hafði gert mér vonir um að geta keppt, en það var áhætta sem fylgdi því,“ sagði Woods en hann er meiddur á hné og hásin. Woods ætlar sér að taka þátt á þeim stórmótum sem eftir eru á árinu, opna breska meistaramótinu sem fram fer í júlí og PGA meistaramótinu sem fram fer í ágúst. Woods hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu en alls hefur hann unnið 14 stórmót. Aðeins Jack Nicklaus er með fleiri titla á stórmótum – alls 18. Woods hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu á dögunum. Hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum og er í 13. sæti heimslistans. Hann hefur ekki sigrað á stórmóti frá því hann vann opna bandaríska meistaramótið á Torrey Pines en þar sleit hann krossband í hné og lauk keppni draghaltur og þjáður. Woods endaði í fjórða sæti á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta stórmót ársins.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira