Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2011 15:38 Vonandi gengur veiðin vel næstu daga Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. En það er samt vonarglæta í spánni um helgina. Loksins sjáum við fram á tveggja stafa hitatölur um helgina, en athugið að um langtímaspá er að ræða. Það má gera ráð fyrir að vötnin fyrir norðan fari þá loksins í gang og að veiðin fari í fullann gír um allt land. það má benda mönnum til dæmis á vötnin í Svínadal, Þingvallavatn, Elliðavatn, Hítarvatn, Baulaárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Úlfljótsvatn. Þessi vötn gætu öll farið í gang ef það gengur eftir að það hlýni loksins um helgina. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. En það er samt vonarglæta í spánni um helgina. Loksins sjáum við fram á tveggja stafa hitatölur um helgina, en athugið að um langtímaspá er að ræða. Það má gera ráð fyrir að vötnin fyrir norðan fari þá loksins í gang og að veiðin fari í fullann gír um allt land. það má benda mönnum til dæmis á vötnin í Svínadal, Þingvallavatn, Elliðavatn, Hítarvatn, Baulaárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Úlfljótsvatn. Þessi vötn gætu öll farið í gang ef það gengur eftir að það hlýni loksins um helgina.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði