Opnunarhollið í Norðurá hefur tekið saman stangirnar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2011 15:32 Við Norðurá Opnunarhollið í Norðurá endaði í tólf löxum. Einn lax fékkst í morgun á svæðinu Norðurá II, grálúsugur 80 cm fiskur í Skeifunni að austanverðu. Menn voru frekar óheppnir í morgun, þá misstust nokkrir laxar í frekar köldu veðri og virðist sem að tökur hafi verið grannar. Sem fyrr urðu veiðimenn varir við lax á Brotinu, á Eyrinni og á Stokkhylsbroti. Með smá heppni hefði því fimmtán laxa spá Bjarna Júlíussonar auðveldlega getað ræst. Á svæðinu Norðurá II kom fyrsti laxinn á land í morgun, og sá var plataður upp í flugu sem beitt var með Portlandsbragði, eða "hitchi". Það var Elfar Friðriksson sem náði þar fallegum laxi í innanverðri Skeifunni en skömmu áður hafði verið sett í lax á sama stað sem misstist. Gott vatn er enn í Norðurá þó hún hafi fallið mikið síðasta sólarhringinn. Orsökin virðist liggja í minni snjóbráð sökum kulda á heiðum. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Opnunarhollið í Norðurá endaði í tólf löxum. Einn lax fékkst í morgun á svæðinu Norðurá II, grálúsugur 80 cm fiskur í Skeifunni að austanverðu. Menn voru frekar óheppnir í morgun, þá misstust nokkrir laxar í frekar köldu veðri og virðist sem að tökur hafi verið grannar. Sem fyrr urðu veiðimenn varir við lax á Brotinu, á Eyrinni og á Stokkhylsbroti. Með smá heppni hefði því fimmtán laxa spá Bjarna Júlíussonar auðveldlega getað ræst. Á svæðinu Norðurá II kom fyrsti laxinn á land í morgun, og sá var plataður upp í flugu sem beitt var með Portlandsbragði, eða "hitchi". Það var Elfar Friðriksson sem náði þar fallegum laxi í innanverðri Skeifunni en skömmu áður hafði verið sett í lax á sama stað sem misstist. Gott vatn er enn í Norðurá þó hún hafi fallið mikið síðasta sólarhringinn. Orsökin virðist liggja í minni snjóbráð sökum kulda á heiðum.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði