Áhugaverð breytingatilraun Gus Gus Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. júní 2011 15:21 Útgáfutónleikar Gusgus eru 18. júní. Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. "Við höfum haldið marga tónleika á Nasa og við vorum stundum að bíða til klukkan rúmlega tvö um nóttina eftir því að nægilega margir væru mættir svo að hægt að hefja giggið," útskýrði Biggi í þættinum. "Við ákváðum því að auglýsa eina tónleika á kristilegum tíma. Húsið opnar átta og við förum á svið klukkan níu. Svo þegar það seldist upp á þá ákváðum við prufa að bæta við öðru giggi seinna sama kvöld. Svona getur fólk bara skellt sér á barinn að giggi loknu - og þarf ekki að vera alveg út úr heiminum á tónleikunum sjálfum." Gus gus auglýsti fyrst fyrri tónleikana og Biggi viðurkennir að nokkrir þeirra sem keyptu miða vilji nú frekar mæta á seinna giggið. Hann sagði að verið væri að koma því fyrir að hægt sé að skipta á miðum. Nýja breiðskífa Gus Gus - Arabian Horse - hefur fengið fullt hús stiga hjá flestum þeirra sem hafa gagnrýnt hana í prentmiðlum. Biggi Veira mætti liðinn "Selebb Shuffle" í Vasadiskó þættinum - en þangað mæta þekktir einstaklingar með mp3 safnið sitt og setja á shuffle. Öll lögin úr safni Bigga Veiru voru teknólög. Hér er listinn: Pryda - Reeperbahn Alter Ego - Jolly Joker (SuperMayer Remix) Mr. Flash - Couscous Paul Kalkbrenner - Altes Kamuffel (Special Berlin Calling Edit) Anthony Rother - So Good Jimmi Hill - Late Nigth Sleaze Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. "Við höfum haldið marga tónleika á Nasa og við vorum stundum að bíða til klukkan rúmlega tvö um nóttina eftir því að nægilega margir væru mættir svo að hægt að hefja giggið," útskýrði Biggi í þættinum. "Við ákváðum því að auglýsa eina tónleika á kristilegum tíma. Húsið opnar átta og við förum á svið klukkan níu. Svo þegar það seldist upp á þá ákváðum við prufa að bæta við öðru giggi seinna sama kvöld. Svona getur fólk bara skellt sér á barinn að giggi loknu - og þarf ekki að vera alveg út úr heiminum á tónleikunum sjálfum." Gus gus auglýsti fyrst fyrri tónleikana og Biggi viðurkennir að nokkrir þeirra sem keyptu miða vilji nú frekar mæta á seinna giggið. Hann sagði að verið væri að koma því fyrir að hægt sé að skipta á miðum. Nýja breiðskífa Gus Gus - Arabian Horse - hefur fengið fullt hús stiga hjá flestum þeirra sem hafa gagnrýnt hana í prentmiðlum. Biggi Veira mætti liðinn "Selebb Shuffle" í Vasadiskó þættinum - en þangað mæta þekktir einstaklingar með mp3 safnið sitt og setja á shuffle. Öll lögin úr safni Bigga Veiru voru teknólög. Hér er listinn: Pryda - Reeperbahn Alter Ego - Jolly Joker (SuperMayer Remix) Mr. Flash - Couscous Paul Kalkbrenner - Altes Kamuffel (Special Berlin Calling Edit) Anthony Rother - So Good Jimmi Hill - Late Nigth Sleaze Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira