Áhugaverð breytingatilraun Gus Gus Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. júní 2011 15:21 Útgáfutónleikar Gusgus eru 18. júní. Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. "Við höfum haldið marga tónleika á Nasa og við vorum stundum að bíða til klukkan rúmlega tvö um nóttina eftir því að nægilega margir væru mættir svo að hægt að hefja giggið," útskýrði Biggi í þættinum. "Við ákváðum því að auglýsa eina tónleika á kristilegum tíma. Húsið opnar átta og við förum á svið klukkan níu. Svo þegar það seldist upp á þá ákváðum við prufa að bæta við öðru giggi seinna sama kvöld. Svona getur fólk bara skellt sér á barinn að giggi loknu - og þarf ekki að vera alveg út úr heiminum á tónleikunum sjálfum." Gus gus auglýsti fyrst fyrri tónleikana og Biggi viðurkennir að nokkrir þeirra sem keyptu miða vilji nú frekar mæta á seinna giggið. Hann sagði að verið væri að koma því fyrir að hægt sé að skipta á miðum. Nýja breiðskífa Gus Gus - Arabian Horse - hefur fengið fullt hús stiga hjá flestum þeirra sem hafa gagnrýnt hana í prentmiðlum. Biggi Veira mætti liðinn "Selebb Shuffle" í Vasadiskó þættinum - en þangað mæta þekktir einstaklingar með mp3 safnið sitt og setja á shuffle. Öll lögin úr safni Bigga Veiru voru teknólög. Hér er listinn: Pryda - Reeperbahn Alter Ego - Jolly Joker (SuperMayer Remix) Mr. Flash - Couscous Paul Kalkbrenner - Altes Kamuffel (Special Berlin Calling Edit) Anthony Rother - So Good Jimmi Hill - Late Nigth Sleaze Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. "Við höfum haldið marga tónleika á Nasa og við vorum stundum að bíða til klukkan rúmlega tvö um nóttina eftir því að nægilega margir væru mættir svo að hægt að hefja giggið," útskýrði Biggi í þættinum. "Við ákváðum því að auglýsa eina tónleika á kristilegum tíma. Húsið opnar átta og við förum á svið klukkan níu. Svo þegar það seldist upp á þá ákváðum við prufa að bæta við öðru giggi seinna sama kvöld. Svona getur fólk bara skellt sér á barinn að giggi loknu - og þarf ekki að vera alveg út úr heiminum á tónleikunum sjálfum." Gus gus auglýsti fyrst fyrri tónleikana og Biggi viðurkennir að nokkrir þeirra sem keyptu miða vilji nú frekar mæta á seinna giggið. Hann sagði að verið væri að koma því fyrir að hægt sé að skipta á miðum. Nýja breiðskífa Gus Gus - Arabian Horse - hefur fengið fullt hús stiga hjá flestum þeirra sem hafa gagnrýnt hana í prentmiðlum. Biggi Veira mætti liðinn "Selebb Shuffle" í Vasadiskó þættinum - en þangað mæta þekktir einstaklingar með mp3 safnið sitt og setja á shuffle. Öll lögin úr safni Bigga Veiru voru teknólög. Hér er listinn: Pryda - Reeperbahn Alter Ego - Jolly Joker (SuperMayer Remix) Mr. Flash - Couscous Paul Kalkbrenner - Altes Kamuffel (Special Berlin Calling Edit) Anthony Rother - So Good Jimmi Hill - Late Nigth Sleaze Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira