Geir: Ólafur búinn að læra þessa hegðun af þeim stóru í útlöndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2011 19:55 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira