Button telur McLaren hafa slagkraftinn til að sigra í Kanada 6. júní 2011 13:32 Jenson Button og Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Mónakó. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 mótinu i Montreal í Kanada um næstu helgi, en Hamilton vann mótið í fyrra, en liðsfélagi hans Jenson Button varð annar. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í Montreal og mótssvæðið er honum því kært. „Montreal er mjög sérstakur staður í mínum huga. Ég náði besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti þarna og vann minn fyrsta sigur. Mér hefur alltaf líkað við brautina og lega hennar virðist henta akstursstíl mínum. Ég vann í fyrra, eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það sem er líka mikilsvert er að áhorfendur í Montreal og allir í Ameríku sem ferðast til að fylgjast með mótinu eru meðal bestu áhorfenda í heimi. Þeir eru svo jákvæðir og vingjarnlegir og veita stuðning. Heimsóknir mínar til borgarinnar hafa verið með bestu upplifunum mínum og ég hlakka til að mæta til Montreal og finna fyrir vingjarnlegu viðmóti." „Bíll okkar ætti að henta þessari braut. Við erum með frábæra vél og besta KERS-kerfið og gott grip út úr beygjunum. Í heildina litið þá ætti þetta að vera góð helgi og við munum stefna á góðan árangur", sagði Hamilton. Button leiddi síðustu keppni um tíma, en hún var í Mónakó og lauk Button keppni í þriðja sæti, á eftir Sebastian Vettel á Red Bull og Fernando Alonso á Ferrari. „Það er slagkraftur innan liðsins í augnablikinu. Ég tel að við höfum haft bíl til að geta unnið mót, bæði á Spáni og í Mónakó. Með því að bæta árangurinn í tímatökum, þá förum við að geta ráðið ferðinni. Við sýndum það lítillega í síðustu tveimur mótum", sagði Button. „Ég er enn mjög ánægður með frammistöðu mína í Mónakó. Ég sigraði ekki, en það var gaman að vera í forystu og auka bilið, jafnvel þó að lokastaðan hafi ekki orðið sú sama. Það er gott að hafa þetta í huga", sagði Button. „Mér gekk vel í Montreal í fyrra. Bíllinn var frábær í keppninni. Ég gat beitt bílnum skemmtilega nokkrum sinnum og okkur tókst okkur að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið. Ég hef aldrei unnið í vestan hafs og ég tel að við höfum hraðann, slagkraftinn til að breyta því. Ég hlakka til", sagði Button Formúla Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 mótinu i Montreal í Kanada um næstu helgi, en Hamilton vann mótið í fyrra, en liðsfélagi hans Jenson Button varð annar. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í Montreal og mótssvæðið er honum því kært. „Montreal er mjög sérstakur staður í mínum huga. Ég náði besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti þarna og vann minn fyrsta sigur. Mér hefur alltaf líkað við brautina og lega hennar virðist henta akstursstíl mínum. Ég vann í fyrra, eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það sem er líka mikilsvert er að áhorfendur í Montreal og allir í Ameríku sem ferðast til að fylgjast með mótinu eru meðal bestu áhorfenda í heimi. Þeir eru svo jákvæðir og vingjarnlegir og veita stuðning. Heimsóknir mínar til borgarinnar hafa verið með bestu upplifunum mínum og ég hlakka til að mæta til Montreal og finna fyrir vingjarnlegu viðmóti." „Bíll okkar ætti að henta þessari braut. Við erum með frábæra vél og besta KERS-kerfið og gott grip út úr beygjunum. Í heildina litið þá ætti þetta að vera góð helgi og við munum stefna á góðan árangur", sagði Hamilton. Button leiddi síðustu keppni um tíma, en hún var í Mónakó og lauk Button keppni í þriðja sæti, á eftir Sebastian Vettel á Red Bull og Fernando Alonso á Ferrari. „Það er slagkraftur innan liðsins í augnablikinu. Ég tel að við höfum haft bíl til að geta unnið mót, bæði á Spáni og í Mónakó. Með því að bæta árangurinn í tímatökum, þá förum við að geta ráðið ferðinni. Við sýndum það lítillega í síðustu tveimur mótum", sagði Button. „Ég er enn mjög ánægður með frammistöðu mína í Mónakó. Ég sigraði ekki, en það var gaman að vera í forystu og auka bilið, jafnvel þó að lokastaðan hafi ekki orðið sú sama. Það er gott að hafa þetta í huga", sagði Button. „Mér gekk vel í Montreal í fyrra. Bíllinn var frábær í keppninni. Ég gat beitt bílnum skemmtilega nokkrum sinnum og okkur tókst okkur að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið. Ég hef aldrei unnið í vestan hafs og ég tel að við höfum hraðann, slagkraftinn til að breyta því. Ég hlakka til", sagði Button
Formúla Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira