Fyrstu laxarnir komnir á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2011 11:41 Tekið á laxi við Stokkhylsbrot í Norðurá Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Laxinn tók á heimasmíðaða flugu Ásmundar, sem nefnist Glaði tvíburinn. Laxinn kom á land um 9:15 eftir rétt um 20 mínútna viðureign en samkvæmt heimildum okkar hafa nokkrar laxar líka kvatt aðra veiðimenn eftir stutta baráttu. Það er gott vatn í Norðurá þessa dagana og veiðimenn sem eiga daga þar framundan á næstunni ættu að geta hlakkað til. Það er gífurlega mikill munur á ánni frá síðastliðnu sumri. En skilyrðin í morgun voru kannski ekki þau bestu, en það var 5 stiga hiti og rigning. En veiðimenn bölva rigninu seint svo að þetta gefur frekari bjartsýni um að það sé ekki annað þurrkasumar framundan. Veiði hófst einnig í Blöndu í morgun og eru það veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson, Egill Guðjohnsen og Páll Magnússon sem meðal annars opnuðu þar í morgun. Samkvæmt okkar heimildum var það Páll Magnússon sem tók fyrsta fiskinn í morgun en það hefur ekki fengist staðfest klukkan hvað það var. Við skellum myndunum af þessum fyrstu löxum sumarsins um leið og þær berast. Stangveiði Mest lesið Varaáætlun um jólamat! Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Laxinn tók á heimasmíðaða flugu Ásmundar, sem nefnist Glaði tvíburinn. Laxinn kom á land um 9:15 eftir rétt um 20 mínútna viðureign en samkvæmt heimildum okkar hafa nokkrar laxar líka kvatt aðra veiðimenn eftir stutta baráttu. Það er gott vatn í Norðurá þessa dagana og veiðimenn sem eiga daga þar framundan á næstunni ættu að geta hlakkað til. Það er gífurlega mikill munur á ánni frá síðastliðnu sumri. En skilyrðin í morgun voru kannski ekki þau bestu, en það var 5 stiga hiti og rigning. En veiðimenn bölva rigninu seint svo að þetta gefur frekari bjartsýni um að það sé ekki annað þurrkasumar framundan. Veiði hófst einnig í Blöndu í morgun og eru það veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson, Egill Guðjohnsen og Páll Magnússon sem meðal annars opnuðu þar í morgun. Samkvæmt okkar heimildum var það Páll Magnússon sem tók fyrsta fiskinn í morgun en það hefur ekki fengist staðfest klukkan hvað það var. Við skellum myndunum af þessum fyrstu löxum sumarsins um leið og þær berast.
Stangveiði Mest lesið Varaáætlun um jólamat! Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði