Schumacher: Tilbúnir að berjast í Kanada 3. júní 2011 12:22 Michael Schumacher og Sebastian Vettel ræða málin í Mónakó um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira