Næstur á eftir Mcllroy er Suður-Kóreu maðurinn Y. E. Yang á sex höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood, Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus og Ástralinn Jason Day deila svo þriðja sætinu á fimm höggum undir pari.
Norður-Írinn, sem er nýorðinn tuttugu og tveggja ára, hefur farið á kostum á mótinu. Fyrsta hringinn spilaði hann á sex höggum undir pari, þann annan á fimm höggum undir og í dag á þremur höggum undir. Hann hefur aðeins tvisvar spilað holu yfir pari á hringjunum þremur.
Hann hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækurnar. Enginn annar í sögu mótsins hefur á einhverjum tímapunkti verið 13 höggum undir pari. Hann spilaði fyrstu 36 holurnar á ellefu undir pari sem einnig er mótsmet.
Mikil pressa er á Norður-Íranum fyrir lokahringinn. Á Masters mótinu á Augusta í Georgíu í apríl var Mcllroy sjóðandi heitur fyrstu þrjá dagana og virtist fátt geta stöðvað hann líkt og nú.
Á fyrsta degi spilaði hann besta hring nýliða í sögu mótsins. Á lokahringnum setti hann hins vegar ekki jafn eftirsóknarvert met. Versti hringur kylfings sem hefur leitt mótið að loknum þriðja degi en hann spilaði á átta höggum yfir pari. Mcllroy þurfti að sjá á eftir þeim titli.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Mcllroy höndlar pressuna á lokadeginum. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi á morgun.
Þá má fylgjast með holu-fyrir-holu uppfærslu á heimasíðu mótsins með því að smella hér.
Mcllroy með x högga forskot fyrir lokahringinn
Norður-Írinn Rory Mcllroy er með x högga forskot á Opna bandaríska
meistaramótinu í golfi á Congressional-vellinum í Bethesda í
Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn á x höggum undir pari.
Næstur á eftir Mcllroy er Suður-Kóreu maðurinn Y. E. Yang á sex höggum
undir pari. Englendingurinn Lee Westwood, Bandaríkjamaðurinn Robert
Garrigus og Ástralinn Jason Day deila þriðja sætinu á fimm höggum undir
pari.
Norður-Írinn, sem er nýorðinn tuttugu og tveggja ára, hefur farið á
kostum á mótinu. Fyrsta hringinn spilaði hann á sex höggum undir pari og þann annan á fimm höggum undir pari. Hann hefur aðeins tvisvar spilað holu yfir pari á hringjunum þremur.
Hann hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækurnar. Enginn annar í sögu mótsins hefur á einhverjum tímapunkti 13 höggum undir pari. Hann spilaði fyrstu 36 holurnar á ellefu undir pari sem einnig er met.
Mikil pressa er á Norður-Íranum fyrir lokahringinn. Á Masters mótinu á
Augusta í Georgíu í apríl var Mcllroy sjóðandi heitur fyrstu þrjá dagana
og virtist fátt geta stöðvað hann.
Á fyrsta degi spilaði hann besta hring nýliða í sögu mótsins. Á
lokahringnum setti hann hins vegar ekki jafn eftirsóknarvert met. Versti
hringur kylfings sem hefur leitt mótið að loknum þriðja degi en hann
spilaði á átta höggum yfir pari.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Mcllroy höndlar pressuna á
lokadeginu. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi á morgun.
Þá má fylgjast með holu-fyrir-holu uppfærslu á heimasíðu mótsins með því
að smella hér.