Sport

Ásdís sigraði í spjótkasti - Ísland í þriðja sætið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bergur Ingi og Ásdís eru búin að skila dýrmætum stigum í hús fyrir Ísland
Bergur Ingi og Ásdís eru búin að skila dýrmætum stigum í hús fyrir Ísland Mynd/Frjálsíþróttasambandið
Ásdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti kvenna í Evrópubikarnum á Laugardalsvelli. Sigurkast Ásdísar var 55,18 metrar og hafði hún nokkra yfirburði. Ísland er komið í þriðja sætið að loknum sjö greinum.

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í fimmta sæti í 100 metra hlaupi kvenna á tímanum 12,10 sekúndum. Ramona Papaioannou frá Kýpur varð fyrst á 11,88 sekúndum.

Þá varð Sveinn Elías Elíasson í áttunda sæti í 100 metra hlaupi karla á tímanum 10,94 sekúndum. Sigurvegari varð Ruslan Abbasov frá Aserbaídsjan á 10,22 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×