Sport

Einar Daði endaði í 13. sæti - náði lágmarkinu fyrir EM 22

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Þráinn Hafsteinsson og Einar Daði Lárusson. Þráinn á næst besta árangur Íslandssögunnar í tugþraut en Einar Daði er í fjórða sæti á þeim lista.
Þráinn Hafsteinsson og Einar Daði Lárusson. Þráinn á næst besta árangur Íslandssögunnar í tugþraut en Einar Daði er í fjórða sæti á þeim lista. ir.is
Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti af alls 22 keppendum á sterku tugþrautarmóti sem fram fór í Kladno í Tékklandi. Einar bætti stöðu sína á lokadeginum og þokaði sér upp um eitt sæti en hann fékk 7587 stig og náði auðveldlega lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramót 22 ára og yngri en lágmarkið fyrir það mót var 7.300 stig.

Árangur Einars er fjórði besti árangur Íslendings frá upphafi en Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar er 8.573 stig frá árinu 1998, Þráinn Hafsteinsson, sem er þjálfari Einars Daða, náði 7.724 stigum árið 1983 og Stefán Hallgrímsson náði 7.589 stigum árið 1974.

Leonel Suárez frá Kúbu sigraði en hann náði 8.231 stigum og annar varð Hans van Alphen frá Belgíu með 8.120 stig. Willem Coertzen frá Suður-Afríku varð þriðji með 8.094 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×