Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2011 16:09 Það eru til stórar bleikjur í Þingvallavatni Mynd: www.veiðikortid.is Við heyrðum í Kristjáni Jónssyni sem var í Þingvallavatni í gær og sá gerði flotta veiði. Hann byrjaði á Leirutá og fékk þar 4 bleikjur frá 2-4 pund en svo datt takan niður og hann ákveður að færa sig. Hann fer í Vatnskot og út á litla hólmann og víkina þar fyrir innan. Þetta var seinni partinn í gær þegar hitastigið fór loksins upp í sumarhita. Þegar það lyngdi aðeins og bjartasti dagurinn var á enda gekk greinilega mikið af bleikju inná grynningarnar því hann landaði 18 bleikjum og einum 11 punda urriða á tæpum tveim tímum og missti slatta. Kristján sagði:"Það var svo augljóst að það var mikið líf í vatninu því eins og hendi væri veifað fór fiskur að vaka í víkinni og stundum syntu þær rétt við lappirnar á manni og mikið af þessu voru boltableikjur!" Hann tók þetta allt á flugu. Mest á hinn hefðbundna peacock en líka á Peter Ross púpu, Jock Scott og eina heimatilbúna. Og takið eftir því að urriðinn tók Peacock númer #14 og nelgdi hana alveg ofan í kok! Kristján segir að það hafi verið eitthvað af mönnum á svæðinu en það hafi þynnst úr hópnum þegar leið á daginn, en eimitt þá fór mest að gerast. það sýnir sig enn og aftur að þeir fiska sem róa. Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði
Við heyrðum í Kristjáni Jónssyni sem var í Þingvallavatni í gær og sá gerði flotta veiði. Hann byrjaði á Leirutá og fékk þar 4 bleikjur frá 2-4 pund en svo datt takan niður og hann ákveður að færa sig. Hann fer í Vatnskot og út á litla hólmann og víkina þar fyrir innan. Þetta var seinni partinn í gær þegar hitastigið fór loksins upp í sumarhita. Þegar það lyngdi aðeins og bjartasti dagurinn var á enda gekk greinilega mikið af bleikju inná grynningarnar því hann landaði 18 bleikjum og einum 11 punda urriða á tæpum tveim tímum og missti slatta. Kristján sagði:"Það var svo augljóst að það var mikið líf í vatninu því eins og hendi væri veifað fór fiskur að vaka í víkinni og stundum syntu þær rétt við lappirnar á manni og mikið af þessu voru boltableikjur!" Hann tók þetta allt á flugu. Mest á hinn hefðbundna peacock en líka á Peter Ross púpu, Jock Scott og eina heimatilbúna. Og takið eftir því að urriðinn tók Peacock númer #14 og nelgdi hana alveg ofan í kok! Kristján segir að það hafi verið eitthvað af mönnum á svæðinu en það hafi þynnst úr hópnum þegar leið á daginn, en eimitt þá fór mest að gerast. það sýnir sig enn og aftur að þeir fiska sem róa.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði