Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 16. júní 2011, sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Venjan er að orðuveitingin fari fram á 17. júní en í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar verður forsetinn staddur á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns, á morgun.
Þessir fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu:
Dr. Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir störf á vettvangi landgræðslu og jarðvegsverndar
Hafdís Árnadóttir kennari og stofnandi Kramhússins, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði heilsueflingar og líkamsræktar
Hólmfríður Gísladóttir kennari, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastörf í þágu flóttafólks og aðfluttra íbúa
Júlía Guðný Hreinsdóttir fagstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og réttindabaráttu
Kári Jónasson fyrrverandi fréttastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi fjölmiðla
Lovísa Christiansen framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu áfengis- og vímuefnaneytenda
Sjöfn Ingólfsdóttir fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til félagsmála og réttindabaráttu launafólks
Skúli Alexandersson fyrrverandi alþingismaður og oddviti, Hellissandi, riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs, menningar og sögu heimabyggðar
Sverrir Bergmann Bergsson taugalæknir, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu MS-sjúklinga og á vettvangi heilbrigðismála og læknavísinda
Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings
Þóra Einarsdóttir söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar
