Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni var nálægt því að bæta eigið Íslandsmet í sjöþraut á alþjóðlegu móti sem fram fór í Kladno í Tékklandi. Helga fékk samtals 5.856 stig en Íslandsmet hennar er 5.878 stig. Tatyana Chernova frá Rússlandi sigraði en hún fékk 6.773 stig en Helga endaði í fimmta sæti.
Helga stökk 5.45 metra í langstökkinu sem var hennar fyrsta grein á lokadeginum og þar endaði hún í 15. sæti af alls 16 keppendum. Í spjótkastinu náði Helga næst besta árangrinum með kasti upp á 50,84 metra og hún varð þriðja í í 800 metra hlaupinu á tímanum 2.11,76 mínútur. Hún bætti eigin árangur í síðustu tveimur greinunum en alls náði Helga að bæta sinn besta árangur í hástökki, spjótkasti og 800 m., en í hinum fjórum greinunum var hún töluvert frá sínu besta.
Lokastaðan:
1. Tatyana Chernova, Rússland 6.773 stig.
2. Karolina Tyminska, Pólland 6.516 stig.
3. Aiga Grabuste, Lettland 6.252 stig
4. Katerina Cachová, Tékkland 5.897 stig
5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ísland 5.856 stig
6. Jolanda Keizer, Holland 5.804 stig
7. Ida Marcussen, Noregur 5.733 stig
8. Sarah Cowley, Nýja-Sjáland 5.631 stig
9. Lucia Slanicková, Slóvakía 5.564 stig
10. Janet Lawless, Suður-Afríka 5.520 stig
11. Izabela Mikolajczyk, Pólland 5.453 stig
12. Diane Barras, Frakkland 5.345 stig
13. Alena Galertová, Tékkland 5.019 stig
14. Vanessa Chefer, Brasilía 4.650 stig
15. Aneta Komrsková, Tékkland 4.517
Helga var nálægt því að bæta Íslandsmetið - endaði í fimmta sæti
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti