Bergur Ingi: Eigum ágætis möguleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 18:15 Bergur Ingi stefnir á Ólympíuleikana í London árið 2012 Mynd/Anton Íslenska liðið lenti í 4. sæti í keppninni á síðasta ári en þá vantaði lykilmenn í liðið. Í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að lið Íslands sé sterkara nú auk þess sem heimavöllurinn vegi þungt. Möguleikar Íslands á því að komast upp um deild séu því ágætir. Undir þetta tekur sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson en sleggjukast er fyrsta keppnisgrein laugardagsins. Auk hans verða Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu. „Mér sýnist vera ágætis möguleikar að komast upp um deild. En það þurfa virkilega allir að standa sig til þess að það gerist," segir Bergur Ingi. Bergur Ingi sem greindist með brjósklos í vetur hóf æfingar á nýjan leik fyrir skömmu. Hann segist hafa náð ágætis undirbúningstímabili í vetur en svo hafi allt hrunið. Nú sé hann allur að koma til og eigi að geta náð a.m.k. fjórða sæti. „Ég yrði virkilega ánægður ef ég myndi kasta 68 metra. Þá er ég á réttri leið. Þá lítur árið vel út." Bergur Ingi segir sérstaklega spennandi að fylgjast með Óðni Birni um helgina því nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Óðinn kasti kúlunni yfir 20 metra. Þá sé Kristinn Torfason langstökkvari til alls líklegur. Von er á um 400 keppendum til landsins auk þjálfara og aðstoðarfólks. Þá koma á annað hundrað manns að mótinu í sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Keppni hefst báða dagana klukkan 10 með stangarstökki og sleggjukasti en klukkan 12 á hlaupabrautinni. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Evrópukeppninnar. Innlendar Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Íslenska liðið lenti í 4. sæti í keppninni á síðasta ári en þá vantaði lykilmenn í liðið. Í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að lið Íslands sé sterkara nú auk þess sem heimavöllurinn vegi þungt. Möguleikar Íslands á því að komast upp um deild séu því ágætir. Undir þetta tekur sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson en sleggjukast er fyrsta keppnisgrein laugardagsins. Auk hans verða Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu. „Mér sýnist vera ágætis möguleikar að komast upp um deild. En það þurfa virkilega allir að standa sig til þess að það gerist," segir Bergur Ingi. Bergur Ingi sem greindist með brjósklos í vetur hóf æfingar á nýjan leik fyrir skömmu. Hann segist hafa náð ágætis undirbúningstímabili í vetur en svo hafi allt hrunið. Nú sé hann allur að koma til og eigi að geta náð a.m.k. fjórða sæti. „Ég yrði virkilega ánægður ef ég myndi kasta 68 metra. Þá er ég á réttri leið. Þá lítur árið vel út." Bergur Ingi segir sérstaklega spennandi að fylgjast með Óðni Birni um helgina því nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Óðinn kasti kúlunni yfir 20 metra. Þá sé Kristinn Torfason langstökkvari til alls líklegur. Von er á um 400 keppendum til landsins auk þjálfara og aðstoðarfólks. Þá koma á annað hundrað manns að mótinu í sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Keppni hefst báða dagana klukkan 10 með stangarstökki og sleggjukasti en klukkan 12 á hlaupabrautinni. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Evrópukeppninnar.
Innlendar Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira