Monty gagnrýnir harðlega hvernig valið var í ráshópa á US Open 16. júní 2011 17:30 Lee Westwood er annar í röðinni á heimslistanum í golfi. AFP Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. „Monty“ er einn sá reyndasti í faginu og hann segir að þetta sé versta ákvörðun sem gerð hafi verið á stórmóti í golfi. Þrír efstu kylfinganir á heimslistanum eru saman í ráshóp, þeir Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer, og engin tilviljun réði þeirri ákvörðun mótshaldara. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda og mótshaldarar vildu auka sjónvarpsáhorfið með öllum tiltækum ráðum. Spánverjarnir Miguel Angel Jimenez, Sergio Garcia og Alvaro Quiros eru t.d. saman í ráshóp. Og „Monty“ gagnrýnir harðlega þá ákvörðun að hafa ítölsku bræðurnar Eduardo og Francesco Molinari saman í ráshóp með ítalska ungstirninu Matteo Manassero. „Þetta er það versta sem gert hefur verið á stórmóti frá upphafi. Að mínu mati er þetta skortur á skynsemi. Hver setur bræður saman í ráshóp?, og meira að segja tískan fær að ráða því hvernig var valið,“ sagði „Monty“ og vitnaði þar í að Rickie Fowler og Ian Poulter eru saman í ráshóp. „Ég hef leikið á 60 stórmótum, og þetta er það versta sem ég hef séð. USGA fór langt yfir strikið,“ sagði Monty. Golf Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. „Monty“ er einn sá reyndasti í faginu og hann segir að þetta sé versta ákvörðun sem gerð hafi verið á stórmóti í golfi. Þrír efstu kylfinganir á heimslistanum eru saman í ráshóp, þeir Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer, og engin tilviljun réði þeirri ákvörðun mótshaldara. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda og mótshaldarar vildu auka sjónvarpsáhorfið með öllum tiltækum ráðum. Spánverjarnir Miguel Angel Jimenez, Sergio Garcia og Alvaro Quiros eru t.d. saman í ráshóp. Og „Monty“ gagnrýnir harðlega þá ákvörðun að hafa ítölsku bræðurnar Eduardo og Francesco Molinari saman í ráshóp með ítalska ungstirninu Matteo Manassero. „Þetta er það versta sem gert hefur verið á stórmóti frá upphafi. Að mínu mati er þetta skortur á skynsemi. Hver setur bræður saman í ráshóp?, og meira að segja tískan fær að ráða því hvernig var valið,“ sagði „Monty“ og vitnaði þar í að Rickie Fowler og Ian Poulter eru saman í ráshóp. „Ég hef leikið á 60 stórmótum, og þetta er það versta sem ég hef séð. USGA fór langt yfir strikið,“ sagði Monty.
Golf Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira