Sport

Helga Margrét í eldlínunni í Tékklandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vísir
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni hefur hafið keppni í sjöþrautt í Kladno í Tékklandi. Helga hljóp 100 metra grindahlaup í morgun á 14.97 sekúndum og nældi sér í 846 stig.

Helga Margrét setti Íslandsmet sitt í sjöþrautt í Kladno fyrir tveimur árum. Metið er 5.878 stig. Lágmark fyrir heimsmeistaramótið er 5.950 stig.

Að sögn Vésteins Hafsteinssonar þjálfara Helgu Margrétar er hún í góðu formi og til alls líkleg.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í mótinu hér.

http://www.globalthrowing.com/3720

Auk Helgu Margrétar keppir Einar Daði Lárusson úr ÍR í tugþraut karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×