Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2011 10:47 Mynd: www.agn.is Stóra Laxá er eitt þeirra svæða sem bættust í veiðileyfaflóru Agnsins í vetur. Stóra Laxá á fjölmarga aðdáendur og þeir sem hana sækja sofa margir hverjir ekki rótt nema þeir nái í það minnsta að fara eina ferð í Stóru yfir sumartímann, enda um að ræða eina allra fallegustu laxveiðiá landsins. Síðasta sumar komu 764 laxar á land í ánni sem var metveiði. Von okkar er sú að áframhald verði á uppgangi laxastofnsins í Stóru Laxá á næstu árum og hefur verið gripið til aðgerða til að tryggja að svo megi verða. Fyrirkomulagi veiða hefur verið breytt á þann veg að aðeins má veiða á flugu á svæðinu. Jafnframt hefur verið settur kvóti upp á einn lax á stöng á neðri þremur svæðunum, en á svæði IV skal öllum laxi sleppt. Vafalaust eiga þessar aðgerðir eftir að styrkja náttúrulegan stofn árinnar mikið til langs tíma og mun eflaust mörgum einnig þykja gott að vita af fiskunum enn í ánni þegar haldið er til veiða. Fjögur svæði eru í ánni og eru þau seld í fjórum einingum. Svæði I og II eru seld saman en þar er veitt á fjórar stangir. Á svæði III eru 2 stangir og 4 stangir á svæði IV. Öllum svæðum fylgja góð veiðihús með heitum potti. Svæðin eru misjafnlega aðgengileg. Á neðsta svæði árinnar er aðgengi mjög gott og auðvelt að komast að öllum stöðum. Umhverfi árinnar verður stórbrotnara eftir því sem ofar er komið og rennur áin þá oft í miklum gljúfrum og er stundum nokkur gangur að veiðistöðum. Á þetta sérstaklega við um svæði IV. Það má því með sanni segja að þar sé ægifagurt en menn þurfa sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Meira á https://www.agn.is/displayer.asp?cat_id=456&module_id=220&element_id=7663 Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði
Stóra Laxá er eitt þeirra svæða sem bættust í veiðileyfaflóru Agnsins í vetur. Stóra Laxá á fjölmarga aðdáendur og þeir sem hana sækja sofa margir hverjir ekki rótt nema þeir nái í það minnsta að fara eina ferð í Stóru yfir sumartímann, enda um að ræða eina allra fallegustu laxveiðiá landsins. Síðasta sumar komu 764 laxar á land í ánni sem var metveiði. Von okkar er sú að áframhald verði á uppgangi laxastofnsins í Stóru Laxá á næstu árum og hefur verið gripið til aðgerða til að tryggja að svo megi verða. Fyrirkomulagi veiða hefur verið breytt á þann veg að aðeins má veiða á flugu á svæðinu. Jafnframt hefur verið settur kvóti upp á einn lax á stöng á neðri þremur svæðunum, en á svæði IV skal öllum laxi sleppt. Vafalaust eiga þessar aðgerðir eftir að styrkja náttúrulegan stofn árinnar mikið til langs tíma og mun eflaust mörgum einnig þykja gott að vita af fiskunum enn í ánni þegar haldið er til veiða. Fjögur svæði eru í ánni og eru þau seld í fjórum einingum. Svæði I og II eru seld saman en þar er veitt á fjórar stangir. Á svæði III eru 2 stangir og 4 stangir á svæði IV. Öllum svæðum fylgja góð veiðihús með heitum potti. Svæðin eru misjafnlega aðgengileg. Á neðsta svæði árinnar er aðgengi mjög gott og auðvelt að komast að öllum stöðum. Umhverfi árinnar verður stórbrotnara eftir því sem ofar er komið og rennur áin þá oft í miklum gljúfrum og er stundum nokkur gangur að veiðistöðum. Á þetta sérstaklega við um svæði IV. Það má því með sanni segja að þar sé ægifagurt en menn þurfa sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Meira á https://www.agn.is/displayer.asp?cat_id=456&module_id=220&element_id=7663 Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði