Rory fékk fimm ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 14:30 Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. AFP Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Andrew Chandler umboðsmaður McIlroy segir að kylfingurinn muni leika á fleiri mótum á PGA mótaröðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Það verða ekki 15 mót á dagskrá hjá honum, það er of mikið,“ segir Chandler en hann er einnig umboðsmaður Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem eru báðir frá Suður-Afríku. Chandler hefur hitt á naglann hvað varðar viðskiptavini því Oosthuizen sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Schwartzel fékk græna jakkann í fyrsta sinn á ferlinum eftir sigurinn á Augusta vellinum í apríl. Oosthuizen og Schwartzel eru báðir á PGA mótaröðinni en McIlroy lék á 16 mótum á síðasta tímabili í Bandaríkjunum. Hann ákvað að því loknu að skila inn keppnisleyfi sínu og einbeita sér að Evrópumótaröðinni. Englendingurinn Lee Westwood er einnig með Chandler sem umboðsmann og Westwood tók sömu ákvörðun og McIlroy síðasta haust þegar hann skilaði inn keppnisleyfi sínu á PGA mótaröðinni. Westwood er því með Evrópumótaröðina í forgangi. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Andrew Chandler umboðsmaður McIlroy segir að kylfingurinn muni leika á fleiri mótum á PGA mótaröðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Það verða ekki 15 mót á dagskrá hjá honum, það er of mikið,“ segir Chandler en hann er einnig umboðsmaður Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem eru báðir frá Suður-Afríku. Chandler hefur hitt á naglann hvað varðar viðskiptavini því Oosthuizen sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Schwartzel fékk græna jakkann í fyrsta sinn á ferlinum eftir sigurinn á Augusta vellinum í apríl. Oosthuizen og Schwartzel eru báðir á PGA mótaröðinni en McIlroy lék á 16 mótum á síðasta tímabili í Bandaríkjunum. Hann ákvað að því loknu að skila inn keppnisleyfi sínu og einbeita sér að Evrópumótaröðinni. Englendingurinn Lee Westwood er einnig með Chandler sem umboðsmann og Westwood tók sömu ákvörðun og McIlroy síðasta haust þegar hann skilaði inn keppnisleyfi sínu á PGA mótaröðinni. Westwood er því með Evrópumótaröðina í forgangi.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira