Rory McIlroy græðir á tá og fingri Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 11:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er "heitur“ á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr. Golf Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr.
Golf Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira