Sport

Nýr landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum

Skíðakappinn Björgvin Björgvinsson
Skíðakappinn Björgvin Björgvinsson Mynd/Guðmundur Jakobsson
Árni Þór Árnason hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari fyrir alpagreinar. Árni Þór er íslenskum skíðamönnum kunnur hann var landsliðsmaður skíðasambandsins frá árinu 1978 til 1986 og keppti  á Ólympíuleikum í Sarajevo 1984. Þetta kemur fram á heimasíðu skíðasambands Íslands.

Árni Þór hefur verið búsettur í Ostersund í Svíþjóð síðastliðin 23 ár.

Þriðjudaginn 12. júlí verður tilkynnt val á landsliði  og unglingalandsliði skíðasambands íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×