Rólegt í Dölunum Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2011 13:04 Mynd af www.svfr.is Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir. Það hefur verið rólegt yfir laxveiðiánum í Dölum það sem af er, en árnar eru svo sem ekki þekktar fyrir mikla snemmsumarsveiði. Úr krossá eru komnir 18 laxar, sem er vel við unandi. Síðasta holl var eins og áður segir með níu laxa, þar af tvo yfir 80 cm. Laxá í Dölum hefur verið afspyrnu róleg þrátt fyrir góða vatnsstöðu. Aðeins voru komnir 15 laxar á land í gærkveldi, en bót í máli að talsvert gekk af nýjum fiski í gær og vænir laxar í aflanum. Enn höfum við ekki fengið fréttir úr Fáskrúð. Eftir fyrstu tvö hollin voru komnir fimm laxar í bókina og væntanlega hefur bæst í hana á síðastliðnum fjórum dögum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði
Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir. Það hefur verið rólegt yfir laxveiðiánum í Dölum það sem af er, en árnar eru svo sem ekki þekktar fyrir mikla snemmsumarsveiði. Úr krossá eru komnir 18 laxar, sem er vel við unandi. Síðasta holl var eins og áður segir með níu laxa, þar af tvo yfir 80 cm. Laxá í Dölum hefur verið afspyrnu róleg þrátt fyrir góða vatnsstöðu. Aðeins voru komnir 15 laxar á land í gærkveldi, en bót í máli að talsvert gekk af nýjum fiski í gær og vænir laxar í aflanum. Enn höfum við ekki fengið fréttir úr Fáskrúð. Eftir fyrstu tvö hollin voru komnir fimm laxar í bókina og væntanlega hefur bæst í hana á síðastliðnum fjórum dögum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði