Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel 8. júlí 2011 09:01 Fernando Alonso á Ferrari er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna AP mynd: Fernando Hernandez Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. „Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren eða Ferrari er með endurbætur í bílnum til að sjá hvort við getum keppt við Red Bull", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso telur að Vettel hefði mögulega geta unnið átta mót af átta sem lokið er á árinu, en hann gerði mistök í Kanada og Alonso taldi hann hafa verið varkáran í Kína, en hann var í öðru sæti í þessum tveimur mótum. Alonso telur Vettel í yfirburðarstöðu, eins og þegar Michael Schumacher hafði yfirburði árið 2004. „Það er erfitt að keppa á þennan hátt og erfitt að hugsa sér að hægt sé að vinna Vettel, án þess að bíll okkar verði betri og sama má segja um McLaren, hvað Jenson og Lewis (Hamilton) varðar. Vonandi getum við breytt gangi mála hérna á Silverstone og það er alltaf löngun til að sigra hvert mót, en við þurfum framfaraskref. „Á sama tíma þarf Vettel að gera mistök til að við getum minnkað bilið, án þeirra verður erfitt að brúa bilið í Vettel. Hann verður að gera mistök, ef við eigum að eiga glætu og við sáum í Kanada og Kína að slíkt getur gerst. Við þurfum að einbeita okkur og reyna að vinna hvert mót, jafnvel þó við vitum að það sé erfitt", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. „Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren eða Ferrari er með endurbætur í bílnum til að sjá hvort við getum keppt við Red Bull", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso telur að Vettel hefði mögulega geta unnið átta mót af átta sem lokið er á árinu, en hann gerði mistök í Kanada og Alonso taldi hann hafa verið varkáran í Kína, en hann var í öðru sæti í þessum tveimur mótum. Alonso telur Vettel í yfirburðarstöðu, eins og þegar Michael Schumacher hafði yfirburði árið 2004. „Það er erfitt að keppa á þennan hátt og erfitt að hugsa sér að hægt sé að vinna Vettel, án þess að bíll okkar verði betri og sama má segja um McLaren, hvað Jenson og Lewis (Hamilton) varðar. Vonandi getum við breytt gangi mála hérna á Silverstone og það er alltaf löngun til að sigra hvert mót, en við þurfum framfaraskref. „Á sama tíma þarf Vettel að gera mistök til að við getum minnkað bilið, án þeirra verður erfitt að brúa bilið í Vettel. Hann verður að gera mistök, ef við eigum að eiga glætu og við sáum í Kanada og Kína að slíkt getur gerst. Við þurfum að einbeita okkur og reyna að vinna hvert mót, jafnvel þó við vitum að það sé erfitt", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira