Nýliðinn Ricciardo þakklátur fyrir ökumannssæti hjá Hispania 6. júlí 2011 14:23 Daniel Ricciardo ræðir við starfsmenn Torro Rosso, þar sem hann hefur verið varraökumaður. Mynd: Getty Images/Peter Fox Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Það var að frumkvæði Red Bull sem hefur stutt ferill Ricciardo sem sæti fékkst hjá Hispania liðinu í staðinn fyrir Narain Karthikeyan. Karthikeyan mun þó væntanlega keppa í mótinu í Indlandi síðar á árinu. Karthikeyan er indverskur. Red Bull vill skoða hvernig Ricciardo ber sig að í keppni, en hann hefur átt góða spretti á æfingum með Torro Rosso og náði samkomuagli við Hispania að hann keppi með liðinu. „Ég er mjög ánægður að fyrsta Formúlu 1 mótið mitt er á Silverstone. Það er mér mikils virði. Ég er viss um, eins og öðrum, þá dreymir okkur sem börn um svona stundir, þó maður trúi ekki að það muni gerast. Þetta verður sérstök upplifun fyrir mig og kannski tilfinningarík", sagði Ricciardo í frétt á autosport.com í dag. „Ég er mjög ánægður með samkomulagið. Ég bjóst ekki við að ég myndi keyra Formúlu 1 bíl á þessu ári, þannig að það er afbragð að Red Bull hefur fundið sæti handa mér. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og stuðning beggja liða." Ricciardo telur að það muni ekki taka hann langan tíma að aðlagast Hispania bílnum og hann hefur trú á að hann muni ná ágætum tökum á bílnum í lok mótshelgarinnar. „Markmið mitt er að ljúka eins mörgum mótum og ég get og fá reynslu. Það er mikilvægast fyrir mig sem ungur ökumaður, reynslan er dýrmæt. Auðvitað væri gaman að geta færst ofar á ráslínunni og ganga vel í mótum. Á Silverstone verður fyrsta markmiðið að komast í endamark. Það verður góð uppskera, andlega og líkamlega og hluti af lærdómnum", sagði Ricciardo. Georg Kolles yfirmaður hjá Hispania telur Ricciardo einn af efnilegustu ökumönnunum í akstursíþróttum og segir liðið vona að hann öðlist reynslu til framtíðar. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Það var að frumkvæði Red Bull sem hefur stutt ferill Ricciardo sem sæti fékkst hjá Hispania liðinu í staðinn fyrir Narain Karthikeyan. Karthikeyan mun þó væntanlega keppa í mótinu í Indlandi síðar á árinu. Karthikeyan er indverskur. Red Bull vill skoða hvernig Ricciardo ber sig að í keppni, en hann hefur átt góða spretti á æfingum með Torro Rosso og náði samkomuagli við Hispania að hann keppi með liðinu. „Ég er mjög ánægður að fyrsta Formúlu 1 mótið mitt er á Silverstone. Það er mér mikils virði. Ég er viss um, eins og öðrum, þá dreymir okkur sem börn um svona stundir, þó maður trúi ekki að það muni gerast. Þetta verður sérstök upplifun fyrir mig og kannski tilfinningarík", sagði Ricciardo í frétt á autosport.com í dag. „Ég er mjög ánægður með samkomulagið. Ég bjóst ekki við að ég myndi keyra Formúlu 1 bíl á þessu ári, þannig að það er afbragð að Red Bull hefur fundið sæti handa mér. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og stuðning beggja liða." Ricciardo telur að það muni ekki taka hann langan tíma að aðlagast Hispania bílnum og hann hefur trú á að hann muni ná ágætum tökum á bílnum í lok mótshelgarinnar. „Markmið mitt er að ljúka eins mörgum mótum og ég get og fá reynslu. Það er mikilvægast fyrir mig sem ungur ökumaður, reynslan er dýrmæt. Auðvitað væri gaman að geta færst ofar á ráslínunni og ganga vel í mótum. Á Silverstone verður fyrsta markmiðið að komast í endamark. Það verður góð uppskera, andlega og líkamlega og hluti af lærdómnum", sagði Ricciardo. Georg Kolles yfirmaður hjá Hispania telur Ricciardo einn af efnilegustu ökumönnunum í akstursíþróttum og segir liðið vona að hann öðlist reynslu til framtíðar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira