Peter Öqvist: Viljum nýta hraðann og fjölhæfnina í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2011 20:30 Peter Öqvist, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, tilkynnti í dag tólf manna hóp sinn fyrir komandi Norðurlandamót sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð og hefst um næstu helgi. Peter var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni íþróttafréttamanni á Stöð 2. „Það er hægt að búast við því að íslenska landsliðið sé að þróa sinn stíl og móta það leikkerfi sem við trúum að geti reynst íslenska landsliðinu vel bæði á þessu Norðurlandamóti sem og í komandi Evrópukeppni," sagði Peter Öqvist. „Við viljum nýta hraðann og fjölhæfnina í liðinu og spila leikstíl sem passar vel fyrir íslenskan körfubolta," sagði Peter. Ísland spilar fjóra leiki á NM á móti Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi. „Hvað varðar úrslitin á mótinu þá verðum við náttúrulega að bera virðingu fyrir öllum mótherjum okkar en ég tel samt að við getum verið hættulegur mótherji. Ég vil ekki gefa út nein árangursmarkmið en ég hef trú á því að þetta lið sé samkeppnishæft og geti verið með í baráttunni," sagði Peter. „Það væri frábært fyrir okkur ef okkur tekst að vinna þrjá leiki í þessu móti. Það væru frábær úrslit fyrir okkur á þessum tímapunkti," sagði Peter „Við erum með sterkt lið og leikmenn á frábærum aldri eins og strákana sem eru fæddur 1982 að viðbættum Loga Gunnarssyni sem er fæddur 1981. Þeir eru kjarninn í liðinu en svo erum við líka með unga leikmenn sem eru að koma upp úr ýngri landsliðinum og þeir munu berjast fyrir sínum mínútum," sagði Peter. „Ég er ánægður með hæfileikana í liðinu en ég geri mér vel grein fyrir því að við erum með minna lið en flestir mótherjar okkar. Við munum reyna að finna leiðir til þess að nýta okkar styrkleika og vera eins hættulegir og við getum verið þrátt fyrir smæðina," sagði Peter en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Peter Öqvist, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, tilkynnti í dag tólf manna hóp sinn fyrir komandi Norðurlandamót sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð og hefst um næstu helgi. Peter var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni íþróttafréttamanni á Stöð 2. „Það er hægt að búast við því að íslenska landsliðið sé að þróa sinn stíl og móta það leikkerfi sem við trúum að geti reynst íslenska landsliðinu vel bæði á þessu Norðurlandamóti sem og í komandi Evrópukeppni," sagði Peter Öqvist. „Við viljum nýta hraðann og fjölhæfnina í liðinu og spila leikstíl sem passar vel fyrir íslenskan körfubolta," sagði Peter. Ísland spilar fjóra leiki á NM á móti Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi. „Hvað varðar úrslitin á mótinu þá verðum við náttúrulega að bera virðingu fyrir öllum mótherjum okkar en ég tel samt að við getum verið hættulegur mótherji. Ég vil ekki gefa út nein árangursmarkmið en ég hef trú á því að þetta lið sé samkeppnishæft og geti verið með í baráttunni," sagði Peter. „Það væri frábært fyrir okkur ef okkur tekst að vinna þrjá leiki í þessu móti. Það væru frábær úrslit fyrir okkur á þessum tímapunkti," sagði Peter „Við erum með sterkt lið og leikmenn á frábærum aldri eins og strákana sem eru fæddur 1982 að viðbættum Loga Gunnarssyni sem er fæddur 1981. Þeir eru kjarninn í liðinu en svo erum við líka með unga leikmenn sem eru að koma upp úr ýngri landsliðinum og þeir munu berjast fyrir sínum mínútum," sagði Peter. „Ég er ánægður með hæfileikana í liðinu en ég geri mér vel grein fyrir því að við erum með minna lið en flestir mótherjar okkar. Við munum reyna að finna leiðir til þess að nýta okkar styrkleika og vera eins hættulegir og við getum verið þrátt fyrir smæðina," sagði Peter en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira