Sport

Æfa sig í 40 stiga hita.

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurlið Crossfit Sport í Evrópukeppninni í júní.
Sigurlið Crossfit Sport í Evrópukeppninni í júní.
Íslenskt lið frá Crossfit Sport heldur á heimsleikana í CrossFit í Los Angeles í lok mánaðarins. Liðið sigraði í Evrópukeppninni í sömu íþrótt í júnímánuði. Um helgina bíðst gestum og gangandi að prófa stutta æfingu við allra hæfi í Sporthúsinu í Kópavogi.

„Það er mjög kostnaðarsamt að senda allt liðið til Los Angeles og ákváðum við því að halda þennan fjáröflunardag. Við hvetjum alla sem vilja styðja við bakið á okkur að kíkja til okkar og taka þátt með okkur, segir Leifur Geir Hafsteinsson þjálfari liðsins.

Liðið hefur upp á síðkastið  æft í 40°C heitum hot yoga sal Sporthússins til að venja sig við sumarhitann í Kaliforníu. Allt önnur upplifun sé að púla í ferskum íslenskum 15 stiga hita en hita og raka. Æfingarnar í Hot yoga salnum komi því að góðum notum.

Liðið bíður áhugasömum í heimsókn í Sporthúsið milli klukkan 13 og 18 á laugardaginn. Liðsmenn stjórna upphitun og að henni lokinni verður tekið vel á því í heitum hot yoga salnum.

„Allir þátttakendur fá miða í happdrætti og veglegir vinningar verða dregnir út í lok dags.  Það er um að gera að taka alla fjölskylduna með, leika sér saman og fá að kynnast CrossFit í 40° stiga hita,“ segir Leifur Geir.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Crossfit Sport, www.crossfitsport.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×