Mikið líf í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2011 14:33 Hafþór Bjarni með maríulaxinn sinn úr Sjávarfossi. Með honum á myndinni er Bjarni Júlíusson Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum. Það er stórstreymt um helgina og það má þess vegna gera ráð fyrir því að veiðin glæðist ennþá meira ef göngurnar sem yfirleitt koma inn á þessum árstíma skili sér í ánna.Hafþór Bjarni með annan fallegan lax úr ElliðaánumBjarni Júlíusson hjá SVFR var við veiðar ásamt hinum unga og efnilega veiðimanni Hafþóri Bjarna í Elliðaánum og var veiðin hjá þeim frábær eftir daginn. Þeir fengum 2 í Fossi, einn á Breiðu og einn í Neðri Kistu. Ef þú vilt senda okkur myndir og veiðifrétt sendu póst á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði
Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum. Það er stórstreymt um helgina og það má þess vegna gera ráð fyrir því að veiðin glæðist ennþá meira ef göngurnar sem yfirleitt koma inn á þessum árstíma skili sér í ánna.Hafþór Bjarni með annan fallegan lax úr ElliðaánumBjarni Júlíusson hjá SVFR var við veiðar ásamt hinum unga og efnilega veiðimanni Hafþóri Bjarna í Elliðaánum og var veiðin hjá þeim frábær eftir daginn. Þeir fengum 2 í Fossi, einn á Breiðu og einn í Neðri Kistu. Ef þú vilt senda okkur myndir og veiðifrétt sendu póst á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði