Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana 12. júlí 2011 10:00 Rory McIlroy sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu. AFP Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Rory McIlroy verður í ráshóp með hinum þaulreynda Suður-Afríkumanni Ernie Els fyrstu tvo keppnisdagana og bandaríska ungstirnið Ricky Fowler verður með þeim í ráshóp. Þeir fara af stað kl. 8.09 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Efsti maður heimslistans, Luke Donald frá Englandi, er í næsta ráshóp þar á eftir kl. 9.20 en Japaninn Ryo Ishikawa og Spánverjinn Sergio Garcia verða með Donald fyrstu tvo keppnisdagana. Eftir hádegi á fimmtudag hefur Lee Westwood frá Englandi leik kl. 13.10 að íslenskum tíma en með honum verða þeir Steve Stricker frá Bandaríkjunum og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í vor. Oosthuizen hefur titilvörnina kl. 13.21 að íslenskum tíma og er hann með Martin Kaymer frá Þýskalandi og Bandaríkjamanninum Phil Mickelson í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda. Rory McIlroy verður í ráshóp með hinum þaulreynda Suður-Afríkumanni Ernie Els fyrstu tvo keppnisdagana og bandaríska ungstirnið Ricky Fowler verður með þeim í ráshóp. Þeir fara af stað kl. 8.09 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Efsti maður heimslistans, Luke Donald frá Englandi, er í næsta ráshóp þar á eftir kl. 9.20 en Japaninn Ryo Ishikawa og Spánverjinn Sergio Garcia verða með Donald fyrstu tvo keppnisdagana. Eftir hádegi á fimmtudag hefur Lee Westwood frá Englandi leik kl. 13.10 að íslenskum tíma en með honum verða þeir Steve Stricker frá Bandaríkjunum og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í vor. Oosthuizen hefur titilvörnina kl. 13.21 að íslenskum tíma og er hann með Martin Kaymer frá Þýskalandi og Bandaríkjamanninum Phil Mickelson í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira