Stricker tryggði sér sigur með mögnuðu pútti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. júlí 2011 10:00 Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. AP Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. Þetta er þriðja árið í röð sem Stricker vinnur þetta mót en hann lék samtals á 22 höggum undir pari og er þetta 11. sigur hans á PGA mótaröðinni. Stricker fékk fugl á 17., og 18. braut og var hann einu höggi betri en Kyle Stanley sem var ansi nálægt því að fá fugl á lokaholunni. Þetta er í 21. sinn í sögu PGA mótaraðarinnar að kylfingur vinnur mót þrjú ár í röð. Tiger Woods, Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru á þeim lista. Stricker lenti í töluverðum vandræðum eftir upphafshöggið á lokaholunni. Boltinn endaði í brautarglompu og sló hann úr erfiðri stöðu með 6-járni rétt yfir flötina. Hann setti síðan niður um 10 metra pútt fyrir sigrinum. Stricker er 44 ára gamall og er þetta annar sigur hans á árinu en hann sigraði á Memorial meistaramótinu í síðasta mánuði. Stanley tryggði sér keppnisrétt á opna breska meistaramótinu með árangri sínum á mótinu og þurfti hann að hraða sér til Bretlands strax að móti loknu ásamt Stricker. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Sandwich vellinum. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. Þetta er þriðja árið í röð sem Stricker vinnur þetta mót en hann lék samtals á 22 höggum undir pari og er þetta 11. sigur hans á PGA mótaröðinni. Stricker fékk fugl á 17., og 18. braut og var hann einu höggi betri en Kyle Stanley sem var ansi nálægt því að fá fugl á lokaholunni. Þetta er í 21. sinn í sögu PGA mótaraðarinnar að kylfingur vinnur mót þrjú ár í röð. Tiger Woods, Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru á þeim lista. Stricker lenti í töluverðum vandræðum eftir upphafshöggið á lokaholunni. Boltinn endaði í brautarglompu og sló hann úr erfiðri stöðu með 6-járni rétt yfir flötina. Hann setti síðan niður um 10 metra pútt fyrir sigrinum. Stricker er 44 ára gamall og er þetta annar sigur hans á árinu en hann sigraði á Memorial meistaramótinu í síðasta mánuði. Stanley tryggði sér keppnisrétt á opna breska meistaramótinu með árangri sínum á mótinu og þurfti hann að hraða sér til Bretlands strax að móti loknu ásamt Stricker. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Sandwich vellinum.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira