Yfirmaður Red Bull hissa á að Webber hunsaði liðsskipanir 10. júlí 2011 19:19 Fernando Alonso tekur á móti verðlaunum sínum á Silverstone úr höndum Harry prins, en Sebastian Vettel og Mark Webber fylgjast með. AP mynd: Lefteris Pitarakis Mark Webber sinnti ekki liðsskipunum Red Bull liðsins í Silverstone kappakstrinum í dag, þegar hann fékk nokkrum sinnum fyrirmæli um að sækja ekki að Sebastian Vettel. Þeir voru í slag um annað sætið á eftir Fernando Alonso og Webber lét ekki segjast. Webber sagði að hann hefði vísvitandi hunsað skipun liðsins af því hann vildi keppa af kappi við Vettel til loka mótsins. Christian Horner, yfirmaður Red Bull sagði í samtali við autosport.com að viðbrögð Webber hefðu komið sér á óvart. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir liðið mestu máli og enginn einstaklingur er stærri en liðið. Ég skil svekkelsi Webber, en ef þessu hefði verið öfugt farið, þá hefði það sama verið upp á teningnum", sagði Horner. Horner sagði það ekki hafa verið áhættunar virði að láta Webber og Vettel keppa á frjálsan hátt. Þeir lentu í árekstri í Tyrklandi í fyrra, þegar þeir voru að berjast um fyrsta sætið. Horner sagðist ætla að ræða málið við Webber „Honum er frjálst að berjast til sigurs. Hann var fremstur á ráslínu og átti möguleika á sigri, en áð gekk ekki uppi. Við gáfum honum færi á því og mönnum var það ljóst eftir fund í morgun að liðsheildin skipti máli fyrir framan starfsmenn okkar, sem hafa lagt mikið á sig", sagði Horner en Red Bull var eitt átta liða á heimavelli í dag. „Eftir mótið er Sebastian með aukið forskot og Webber hefur færst í annað sætið í stigakeppni ökumanna. Við hefðum getað gefið frá okkur 33 stig á síðustu 3 hringjunum ef ökumenn okkar hefðu fengið að berjast. Við tókum rétta ákvörðun sem lið", sagði Horner. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber sinnti ekki liðsskipunum Red Bull liðsins í Silverstone kappakstrinum í dag, þegar hann fékk nokkrum sinnum fyrirmæli um að sækja ekki að Sebastian Vettel. Þeir voru í slag um annað sætið á eftir Fernando Alonso og Webber lét ekki segjast. Webber sagði að hann hefði vísvitandi hunsað skipun liðsins af því hann vildi keppa af kappi við Vettel til loka mótsins. Christian Horner, yfirmaður Red Bull sagði í samtali við autosport.com að viðbrögð Webber hefðu komið sér á óvart. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir liðið mestu máli og enginn einstaklingur er stærri en liðið. Ég skil svekkelsi Webber, en ef þessu hefði verið öfugt farið, þá hefði það sama verið upp á teningnum", sagði Horner. Horner sagði það ekki hafa verið áhættunar virði að láta Webber og Vettel keppa á frjálsan hátt. Þeir lentu í árekstri í Tyrklandi í fyrra, þegar þeir voru að berjast um fyrsta sætið. Horner sagðist ætla að ræða málið við Webber „Honum er frjálst að berjast til sigurs. Hann var fremstur á ráslínu og átti möguleika á sigri, en áð gekk ekki uppi. Við gáfum honum færi á því og mönnum var það ljóst eftir fund í morgun að liðsheildin skipti máli fyrir framan starfsmenn okkar, sem hafa lagt mikið á sig", sagði Horner en Red Bull var eitt átta liða á heimavelli í dag. „Eftir mótið er Sebastian með aukið forskot og Webber hefur færst í annað sætið í stigakeppni ökumanna. Við hefðum getað gefið frá okkur 33 stig á síðustu 3 hringjunum ef ökumenn okkar hefðu fengið að berjast. Við tókum rétta ákvörðun sem lið", sagði Horner.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira