Formaður BÍ/Bolungarvíkur biður Ólsara afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 16:45 Tomi Ameobi, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur. Mynd/Anton „Ég bið Ólafsvíkinga afsökunar á þessu," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net í dag. Eins og Vísir greindi frá í gær þá var fjallað um hegðun Ólafsvíkinga á vellinum á föstudagskvöld þar sem heimamenn áttu að hafa hrópað ókvæðisorð að leikmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem tengja má við kynþáttfordóma. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur, www.bibol.is, var fjallað um leikinn og í lok umfjöllunarinnar stendur: „Það má bæta við þetta að andrúmsloftið í Ólafsvík var vægast sagt öðruvísi en annars staðar því oft á tíðum var hrópað að tveim leikmönnum okkar mjög niðrandi hróp sem flokkast einfaldlega undir kynþáttafordóma. Hrópin ómuðu um Ólafsvík og fóru væntanlega ekki framhjá neinum íbúa bæjarins." Samúel Samúelsson, formaður klúbbsins, hefur nú beðið íbúa Ólafsvíkur afsökunar og það hafi verið orðum ofaukið að tala um bæjarfélagið í heild sinni þegar kom að þessu leiðinlega máli. „Í ljósi þessarar umræðu varðandi Víking Ólafsvík í heild sinni þá harma ég að þetta hafi komið fram á okkar vef," sagði Samúel einnig við fotbolta.net. „Þó einn áhorfandi á vegum Víkings hafi hegðað sér óeðlilega finnst mér leiðinlegt að stimpla fótboltafélagið og bæjarfélagið fyrir það." Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV og uppalinn Ólsari hefur í kjölfarið dregið tilbaka ummæli sín á Twitter þess efnis að BÍ/Bolungarvík sé mesti skítaklúbbur landsins. Íslenski boltinn Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08 Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
„Ég bið Ólafsvíkinga afsökunar á þessu," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net í dag. Eins og Vísir greindi frá í gær þá var fjallað um hegðun Ólafsvíkinga á vellinum á föstudagskvöld þar sem heimamenn áttu að hafa hrópað ókvæðisorð að leikmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem tengja má við kynþáttfordóma. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur, www.bibol.is, var fjallað um leikinn og í lok umfjöllunarinnar stendur: „Það má bæta við þetta að andrúmsloftið í Ólafsvík var vægast sagt öðruvísi en annars staðar því oft á tíðum var hrópað að tveim leikmönnum okkar mjög niðrandi hróp sem flokkast einfaldlega undir kynþáttafordóma. Hrópin ómuðu um Ólafsvík og fóru væntanlega ekki framhjá neinum íbúa bæjarins." Samúel Samúelsson, formaður klúbbsins, hefur nú beðið íbúa Ólafsvíkur afsökunar og það hafi verið orðum ofaukið að tala um bæjarfélagið í heild sinni þegar kom að þessu leiðinlega máli. „Í ljósi þessarar umræðu varðandi Víking Ólafsvík í heild sinni þá harma ég að þetta hafi komið fram á okkar vef," sagði Samúel einnig við fotbolta.net. „Þó einn áhorfandi á vegum Víkings hafi hegðað sér óeðlilega finnst mér leiðinlegt að stimpla fótboltafélagið og bæjarfélagið fyrir það." Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV og uppalinn Ólsari hefur í kjölfarið dregið tilbaka ummæli sín á Twitter þess efnis að BÍ/Bolungarvík sé mesti skítaklúbbur landsins.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08 Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08
Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30
BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45