Vettel: Afsaknir eru tilgangslausar 29. júlí 2011 12:31 Sebastian Vettel á röltinu í Ungverjalandi. AP mynd: Bela Szandelszky Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að lið sitt verði að svara velgengni McLaren og Ferrari í síðustu mótum með góðum árangri um helgina. Fernando Alonso vann á dögunum á Silverstone brautinni í Bretlandi og Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstur í mark á Nürburgring brautinni í Þýskalandi á sunnudaginn. Keppt verður á Hungaroring brautinni á sunnudaginn og á fyrstu æfingu í dag á Hungaroring brautinni var Lewis Hamilton með besta aksturstímann. „Við erum búnir að fara yfir það sem gerðist og þurfum að einbeita okkur. Það þýðir ekki að hugsa um síðasta mót. Við lentum í þriðja og fjórða sæti. Það er engin hörmung, en við erum ekki ánægðir, en verðum að sætta okkur við það", sagði Vettel í frétt á autosport.com um það sem gekk á í síðasta móti. „Markmið okkar er ekki þriðja og fjórða sæti. Við verðum að gera betur hérna (í Ungverjalandi) og við erum með nokkra hluti sem við getum leikið okkur að til að bæta möguleikanna. Það er ekki til neins að leita afsakanna vegna úrslitanna í síðustu keppni. Þeir sem voru á undan mér áttu það skilið, en ég ætla að snúa þessu mér í hag um helgina", sagði Vettel. Hamilton varð á undan Alonso í þýskalandi og Mark Webber á Red Bull varð þriðji. Vettel sagðist hafa átt í vandræðum með stilla bílnum rétt upp fyrir Nürburgring brautina, en liðið sé búið að skoða hvað var í gangi. Hann hefur trú á að Ferrari liðið verði öflugt í Ungverjalandi. „Hvert mót er ólíkt því sem á undan er. Við vorum samkeppnisfærir hérna í fyrra, en þetta er ekki bíll síðasta árs, heldur nýr bíll. Ég geri ráð fyrir að Ferrari og McLaren bílarnir verðir snöggir og ökumenn þessara liða okkar helstu keppinautar. Ferrari vex ásmeginn og er líklegt til afreka í þessu móti", sagði Vettel. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í kvöld á Stöð 2 Sport kl. 20.30, en brautarlýsing er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að lið sitt verði að svara velgengni McLaren og Ferrari í síðustu mótum með góðum árangri um helgina. Fernando Alonso vann á dögunum á Silverstone brautinni í Bretlandi og Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstur í mark á Nürburgring brautinni í Þýskalandi á sunnudaginn. Keppt verður á Hungaroring brautinni á sunnudaginn og á fyrstu æfingu í dag á Hungaroring brautinni var Lewis Hamilton með besta aksturstímann. „Við erum búnir að fara yfir það sem gerðist og þurfum að einbeita okkur. Það þýðir ekki að hugsa um síðasta mót. Við lentum í þriðja og fjórða sæti. Það er engin hörmung, en við erum ekki ánægðir, en verðum að sætta okkur við það", sagði Vettel í frétt á autosport.com um það sem gekk á í síðasta móti. „Markmið okkar er ekki þriðja og fjórða sæti. Við verðum að gera betur hérna (í Ungverjalandi) og við erum með nokkra hluti sem við getum leikið okkur að til að bæta möguleikanna. Það er ekki til neins að leita afsakanna vegna úrslitanna í síðustu keppni. Þeir sem voru á undan mér áttu það skilið, en ég ætla að snúa þessu mér í hag um helgina", sagði Vettel. Hamilton varð á undan Alonso í þýskalandi og Mark Webber á Red Bull varð þriðji. Vettel sagðist hafa átt í vandræðum með stilla bílnum rétt upp fyrir Nürburgring brautina, en liðið sé búið að skoða hvað var í gangi. Hann hefur trú á að Ferrari liðið verði öflugt í Ungverjalandi. „Hvert mót er ólíkt því sem á undan er. Við vorum samkeppnisfærir hérna í fyrra, en þetta er ekki bíll síðasta árs, heldur nýr bíll. Ég geri ráð fyrir að Ferrari og McLaren bílarnir verðir snöggir og ökumenn þessara liða okkar helstu keppinautar. Ferrari vex ásmeginn og er líklegt til afreka í þessu móti", sagði Vettel. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í kvöld á Stöð 2 Sport kl. 20.30, en brautarlýsing er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira