Umfjöllun: KR-ingar teknir í kennslustund á heimavelli Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar skrifar 28. júlí 2011 16:56 Mynd/Hag KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira