Kobayshi og Perez áfram hjá Sauber 2012 28. júlí 2011 13:02 Kamui Kobayashi og Sergio Perez verða áfram hjá Sauber í Formúlu 1. Mynd: Sauber F1 Sauber Formúlu 1 liðið tilkynnti í morgun að Kamui Kobayahsi og Sergio Perez verða áfram hjá liðinu á næsta ári. Þá verður varaökumaður liðsins, Esteban Gutigraverrez áfram hjá liðinu, en hann og Perez eru frá Mexíkó, en Kobayahsi er japanskur. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins segir Kobayashi hafa brugðst vel við því ábyrgarhlutverki að vera leiðtogi liðsins, sem reyndasti ökumaðurinn, en Perez er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Kobyahsi þykir mikið efni og einnig fellur hann vel að liðinu hvað karakterinn varðar. Gutigraverrez keppir í GP 2 mótaröðinni, auk þessa að vera varaökumaður hjá Sauber og hefur unnið eitt mót á árinu. Ég er mjög stoltur að geta ekið áfram með linu á næsta ári og er þakklátur að Peter Sauber og Monisha Kaltenborn hafa trú á mér. Það var erfitt ár í fyrra, en komumst gegnum það vegna þess að liðið er sterkt", sagði Kobayashi um málið. Perez þakkaði líka trú liðsins á hæfileikum sínum Auðvitað er gott að geta haldið áfram með sömu aðilum og núna get ég undirbúið mig af krafti fyrir næsta tímabil með keppnis-verkfræðingi mínum, en núna er markmiðið að ljúka þessu tímabili á sem bestan hátt. Það verður gott að fá sumarfrí", sagði Perez, sem lenti í óhappi í Mónakó og þurfti að sleppa þeirri keppni á meðan hann var að jafna sig og einnig næstu keppni á eftir. Þeir Kobayashi og Perez keppa í Ungverjalandi um næstu helgi. Sjá brautarlýsingu á kappakstur.is Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sauber Formúlu 1 liðið tilkynnti í morgun að Kamui Kobayahsi og Sergio Perez verða áfram hjá liðinu á næsta ári. Þá verður varaökumaður liðsins, Esteban Gutigraverrez áfram hjá liðinu, en hann og Perez eru frá Mexíkó, en Kobayahsi er japanskur. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins segir Kobayashi hafa brugðst vel við því ábyrgarhlutverki að vera leiðtogi liðsins, sem reyndasti ökumaðurinn, en Perez er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Kobyahsi þykir mikið efni og einnig fellur hann vel að liðinu hvað karakterinn varðar. Gutigraverrez keppir í GP 2 mótaröðinni, auk þessa að vera varaökumaður hjá Sauber og hefur unnið eitt mót á árinu. Ég er mjög stoltur að geta ekið áfram með linu á næsta ári og er þakklátur að Peter Sauber og Monisha Kaltenborn hafa trú á mér. Það var erfitt ár í fyrra, en komumst gegnum það vegna þess að liðið er sterkt", sagði Kobayashi um málið. Perez þakkaði líka trú liðsins á hæfileikum sínum Auðvitað er gott að geta haldið áfram með sömu aðilum og núna get ég undirbúið mig af krafti fyrir næsta tímabil með keppnis-verkfræðingi mínum, en núna er markmiðið að ljúka þessu tímabili á sem bestan hátt. Það verður gott að fá sumarfrí", sagði Perez, sem lenti í óhappi í Mónakó og þurfti að sleppa þeirri keppni á meðan hann var að jafna sig og einnig næstu keppni á eftir. Þeir Kobayashi og Perez keppa í Ungverjalandi um næstu helgi. Sjá brautarlýsingu á kappakstur.is
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira