Tryggvi Guðmundsson var hundfúll eftir tapið gegn Þór í kvöld, enda rík ástæða til. Bikarúrslitaleikurinn rann ÍBV úr greipum en baráttuglaðir Þórsarar hirtu sætið.
“Því miður var þetta alveg eins í í deildarleiknum, við vorum betra knattspyrnulið en okkur skorti bara áræðni í teignum til að klára þetta. Ég ber fulla virðingu fyrir Þórsliðinu, þeir eru rosalega duglegir í báðum teigunum. Þeir fórna sér fyrir klúbbinn allan leikinn. Það er hægt að fara ansi langt á baráttu og vilja og það hafa þeir sýnt,” sagði Tryggvi.
“Það er alltaf hundfúlt að tapa leikjum og er er mjög svekktur, sama hvort sem það er síðasti leikur fyrir Þjóðhátíð eða ekki. Þetta eru mikil vonbrigði,” sagði Tryggvi.
Tryggvi: Hundfúll eins og alltaf eftir tap
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
