Tíu ára einhentur golfstrákur sýnir snilldartakta - myndband 27. júlí 2011 14:45 Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra. Sérsmíðaður hanski er festur á hægri hendina á Millar og með þeim útbúnaði getur hann sveiflað kylfunni með báðum höndum. Útbúnaðurinn hefur verið samþykktur af alþjóðagolfsambandinu R&A og er Millar gjaldgengur í allar keppnir ef því er að skipta. Í viðtali við Daily Mail segir Ian Milalr að sonur hans hafi ávallt reynt að gera sitt besta í hvaða íþrótt sem er. „Leo virðist hafa mikla íþróttahæfileika og hann reynir ávallt að gera sitt besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sló sitt fyrsta golfhögg fyrir um tveimur mánuðum og þetta virðist vera meðfætt hjá honum. Ég fór með hann á æfingasvæðið í golfklúbbnum mínum þar sem hann sló bara með annarri hendinni. Þegar golfkennarinn á svæðinu sá hann og komst að því að hann hafði aðeins prófað þetta í tvo daga bauðst hann til þess að kenna honum frítt. Mér skilst að golfsveiflan hjá drengnum sé eins og úr kennslubók," segir Ian. Strákurinn hefur sett sér stór markmið og vonast hann til þess að verða atvinnumaður í golfíþróttinni. Rory McIlroy er fyrirmyndin hjá Leo. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra. Sérsmíðaður hanski er festur á hægri hendina á Millar og með þeim útbúnaði getur hann sveiflað kylfunni með báðum höndum. Útbúnaðurinn hefur verið samþykktur af alþjóðagolfsambandinu R&A og er Millar gjaldgengur í allar keppnir ef því er að skipta. Í viðtali við Daily Mail segir Ian Milalr að sonur hans hafi ávallt reynt að gera sitt besta í hvaða íþrótt sem er. „Leo virðist hafa mikla íþróttahæfileika og hann reynir ávallt að gera sitt besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sló sitt fyrsta golfhögg fyrir um tveimur mánuðum og þetta virðist vera meðfætt hjá honum. Ég fór með hann á æfingasvæðið í golfklúbbnum mínum þar sem hann sló bara með annarri hendinni. Þegar golfkennarinn á svæðinu sá hann og komst að því að hann hafði aðeins prófað þetta í tvo daga bauðst hann til þess að kenna honum frítt. Mér skilst að golfsveiflan hjá drengnum sé eins og úr kennslubók," segir Ian. Strákurinn hefur sett sér stór markmið og vonast hann til þess að verða atvinnumaður í golfíþróttinni. Rory McIlroy er fyrirmyndin hjá Leo.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira