Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2011 10:41 Veitt við hinn ægifagra Steinboga í Jöklu Mynd af www.strengir.is Loksins hefur rafræna veiðidagbókin í Breiðdalsá komist í lag eins og sjá má vefnum hjá www.strengir.is . Og veiðin er komin yfir 300 laxa og að langmestu leyti vænn tveggja ára lax sem hefur veiðst enn, á bilinu 70-85 cm og í áberandi góðum holdum þetta sumarið. En allar nánari upplýsingar má nú sjá daglega uppfærðar í veiðibókinni og verður svo til 30. september er veiði líkur. Verður spennandi að sjá hvort smálaxinn komi ekki af krafti á næstunni, en allavega voru 5 laxar af 15 löxum sem veiddust í gær hængar um 60 cm sem eru líklega örugglega smálax eftir eitt ár í sjó. Og Jöklusvæðið ætlar að koma inn með stæl og þar eru komnir strax rúmlega 100 laxar sem þykir mikið þar á þessum tíma. Veiðin hefur verið dreifð í hliðarám Jöklu og einnig í Fögruhlíðará síðustu daga, en ekki síður í Jöklu sjálfri sem rennur nú blátær til sjávar og er með um 20-25 m ³ rennsli að jafnaði. Ekki er útlit fyrir yfirfall fyrr en í september en þá eru Kaldá, Fossá og Laxá og auðvitað nálægð Fögruhlíðará alltaf veiðanlegar svo veiðivon minnkar ekki mikið þrátt fyrir það. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði
Loksins hefur rafræna veiðidagbókin í Breiðdalsá komist í lag eins og sjá má vefnum hjá www.strengir.is . Og veiðin er komin yfir 300 laxa og að langmestu leyti vænn tveggja ára lax sem hefur veiðst enn, á bilinu 70-85 cm og í áberandi góðum holdum þetta sumarið. En allar nánari upplýsingar má nú sjá daglega uppfærðar í veiðibókinni og verður svo til 30. september er veiði líkur. Verður spennandi að sjá hvort smálaxinn komi ekki af krafti á næstunni, en allavega voru 5 laxar af 15 löxum sem veiddust í gær hængar um 60 cm sem eru líklega örugglega smálax eftir eitt ár í sjó. Og Jöklusvæðið ætlar að koma inn með stæl og þar eru komnir strax rúmlega 100 laxar sem þykir mikið þar á þessum tíma. Veiðin hefur verið dreifð í hliðarám Jöklu og einnig í Fögruhlíðará síðustu daga, en ekki síður í Jöklu sjálfri sem rennur nú blátær til sjávar og er með um 20-25 m ³ rennsli að jafnaði. Ekki er útlit fyrir yfirfall fyrr en í september en þá eru Kaldá, Fossá og Laxá og auðvitað nálægð Fögruhlíðará alltaf veiðanlegar svo veiðivon minnkar ekki mikið þrátt fyrir það. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði