Hamilton vill halda slagkraftinum eftir sigur 26. júlí 2011 17:43 Lewis Hamilton fagnar sigri í Þýskalandi á sunnudaginn. AP mynd: Jens Meyers Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira