Páll Magnússon biður golfáhugamenn afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2011 11:30 Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri svaraði því hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar. Í máli útvarpsstjóra kom meðal annars fram að um tvo vonda kosti hefði verið að velja. Að rjúfa útsendinguna frá golfmótinu eða að fresta fréttum. Í ljósi aðstæðna úti í heimi (harmleiksins í Noregi) hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja fréttir á fyrirhuguðum tíma. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hægt að flytja útsendinguna yfir á Rúv+ sagði útvarpsstjóri talsverða tæknilega örðugleika við að nota Plúsinn. Kalla þurfi bæði símafyrirtækin til og aðdraganda þurfi að því. Það taki líklega heilan dag og hefði þurft að vera búið að ákveða á laugardeginum. Útvarpsstjóri sagði þó að gagnrýna mætti Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki haft þá viðbragðsflýti að flytja útsendinguna yfir á netið. Þau myndu læra af þeirri reynslu. Stjórnandi þáttarins, Heimir Karlsson, sagðist hafa tekið eftir því að áhorfendur hefðu ekki verið beðnir velvirðingar á því að útsendingin yrði rofin. Slíkt væri algengt þegar fréttir væru færðar til vegna viðburða í beinni útsendingu. Útvarpsstjóri sagði að hefði svo verið væri það klaufalegt. „Það er betra seint en aldrei að biðjast velvirðingar á því nú," sagði Páll við góðar undirtektir þáttastjórnenda. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri svaraði því hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar. Í máli útvarpsstjóra kom meðal annars fram að um tvo vonda kosti hefði verið að velja. Að rjúfa útsendinguna frá golfmótinu eða að fresta fréttum. Í ljósi aðstæðna úti í heimi (harmleiksins í Noregi) hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja fréttir á fyrirhuguðum tíma. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hægt að flytja útsendinguna yfir á Rúv+ sagði útvarpsstjóri talsverða tæknilega örðugleika við að nota Plúsinn. Kalla þurfi bæði símafyrirtækin til og aðdraganda þurfi að því. Það taki líklega heilan dag og hefði þurft að vera búið að ákveða á laugardeginum. Útvarpsstjóri sagði þó að gagnrýna mætti Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki haft þá viðbragðsflýti að flytja útsendinguna yfir á netið. Þau myndu læra af þeirri reynslu. Stjórnandi þáttarins, Heimir Karlsson, sagðist hafa tekið eftir því að áhorfendur hefðu ekki verið beðnir velvirðingar á því að útsendingin yrði rofin. Slíkt væri algengt þegar fréttir væru færðar til vegna viðburða í beinni útsendingu. Útvarpsstjóri sagði að hefði svo verið væri það klaufalegt. „Það er betra seint en aldrei að biðjast velvirðingar á því nú," sagði Páll við góðar undirtektir þáttastjórnenda. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira